Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Page 77
79
Lög um breyting d jarðræktarlögum, nr. 54, 4. júlí 1942.
1. gr.
30. gr. laganna orðist svo:
Eign Vélasjóðs, sem var 1. jan. 1942 kr. 70471.73, verður stofnfé sjóðsins,
er ekki má skerða. Við stofnféð skal árlega leggja helming þess vaxtafjár,
sem sjóðnum áskotnast, svo og ef afgangur verður af rekstrarfé sjóðsins.
Skurðgröfur þær og ræktunarvélar, sem ríkið á og starfrækir, er lög þessi
öðlast gildi, verða eign Vélasjóðs.
Ríkissjóður skal árlega greiða sjóðnum kr. 50000.00, sem verður ásamt
helmingi vaxtafjár hans og öðrum tekjum rekstrarfé sjóðsins.
2. gr.
31. gr. laganna orðist svo:
Verkfærancfnd sú, sem skipuð er samkvæmt lögum nr. 64 frá 7. maí 1940,
um rannsóknir og tilraunir í þágu landbúnaðarins, hefur á hendi stjórn
Vélasjóðs og reikningshald og annast alla starfsemi hans, undir yfirstjórn
Búnaðarfélags Islands. Skulu meiri háttar framkvæmdir bornar undir stjórn
Búnaðarfélags Islands og leitað samþykkis hennar, áður en hafizt er handa
um framkvæmdir. Er henni heimilt að ráða framkvæmdarstjóra, er skal
hafa sérþekkingu í landbúnaðarvélfræði, til þess að sjá um verklegar fram-
kvæmdir sjóðsins og hirðingu, viðhald og geymslu vélanna. Skal nefndin
setja honum erindisbréf og ákveða starfssvið hans.
Reikningar Vélasjóðs skulu endurskoðaðir af endurskoðendum Búnaðar-
félags Islands.
3. gr.
32. gr. laganna orðist svo:
Starfsemi sjóðsins skal vcra:
1. Að kaupa vélknúnar jarðræktarvélar og skurðgröfur og gera tilraunir
um nothæfi þeirra og rekstur.
2. Að leigja ræktunarfélögum og öðrum þeim aðilum, sem nefndir eru í
35. gr., skurðgröfur og aðrar vélknúðar jarðræktarvélar, til notkunar við
framkvæmdir þær, er þau hafa með höndum.
3. Að taka að sér fyrir aðila þá, sem nefndir eru í 35. gr., vélavinnu við
stærri ræktunarframkvæmdir, sem henta þykir að vinna með vélum þeim,
er sjóðurinn á.
4. Að annast jarðræktarframkvæmdir fyrir ríkið, að því leyti sem henta
þykir að vinna að þeim með skurðgröfum og öðrum stórvirkum jarðræktar-
vélum, svo sem undirbúning að landnámi samkvæmt lögum nr. 58 27. júní
1944, um landnám ríkisins, og öðrum hliðstæðum framkvæmdum.
5. Að aðstoða ræktunarfélög og aðra hliðstæða aðila við val, titvegun og