Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Page 183

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Page 183
SÍRA JÓN MATTHÍASSON SÆNSKI 183 merkingu þráfaldlega fyrir í titlum helgisiðabóka frá þessum tínrum, og þýðir einmitt það í titlinum á Breviarium Holense. Hitt er aftur á móti beinlínis rangt, þegar sami höfundur telur Breviarium halda pistla og messugerðir,40 því að slíkt er á messubók- inni — missale. Þá ber það ekki vott um sérstakan áhuga á menningarsögu, er sami höf. segir, að Breviarium Holense sé „þannig að engu öðru merk í íslenzkum bók- menntum en því, að hún er fyrsta bókin, sem prentuð er hér á landi“.41 Hvort þessi skoðun á efni bókarinnar hefur sprottið af því nafni, sem hún lengi bar ranglega, „Breviarium Nidrosiense“, eða hvort hið ranga nafn hefur sprottið af þessari skoðun, er nú ekki unnt að vita. Um efni bókarinnar veit maður bókstaflega ekkert, fyrr en hún kynni að koma í leitirnar, sem varla eru líkur á að verði, annað en það, að hún var tíðabók, og því með skipulagi, er vant er að vera á tíðabókum, og að hún var ætluð Hólabiskupsdæmi, og hefur því að efni til verið eftir Hólaorðu. Það er að vísu svo, að í flestum þeim biskupsdæmum, sem höfðu latneska kirkjusiði (undanteknir voru siðir ýmissa munkaregla, ambrosianski siðurinn, mozarabiski siðurinn o. fl.) var tíðasöngsgrindin hin sama, en hvert einasta biskupsdæmi hafði þó sitt sjálfstæða skipu- lag á tíðunum t. d. um saltarasönginn, en sérstaklega að því er að almanakinu og almanaksdýrlingunum laut, og svo var einnig um hin íslenzku biskupsdæmi. Eins var og um skipulag messunnar, og voru fyrirmælin um hætti messu- og tíðasöngs í hverju biskupsdæmi nefnd orða og skráð í svonefndar orðubækur. Til eru 5 fornar íslenzkar orðubækur, og hafa þær ekki verið rannsakaðar svo til fulls, að hægt sé að segja með vissu, hvort nokkur þeirra sé Hólaorða, en ein þeirra gæti hugsanlega komið til greina (AM. 679 4to). Jón úr Grunnavík tilfærir titil og bókarlok öðruvísi eftir Breviarium Holense en sömu partar af Breviarium Nidrosiense hljóða, en fyllilega þó að efni til með þeim svip og sniði, sem yfirleitt var á þessum pörtum tíðabóka um þessar mund- ir. Styður þetta mjög traustið á því, að Jón tilfæri þetta rétt. Þá er eitt enn, sem styður mjög trúverðugleika Jóns í þessu atriði. A tveim stöðum í frásögnum sínum af þessari tíðabók nefnir Jón Grunnvíkingur herra Jón Arason með latínuheitum og kallar hann í annað skiptið „Johannes Arae filius“, en í hitt „Johannes Arasonius“. í titli tíðabók- arinnar er herra Jón hins vegar kallaður „Joannes Arneri“, og er af þessu bersýnilegt, að Jóni úr Grunnavík var ekki eðlilegt að nefna herra Jón þann veg á latínu, en þess vegna og er líklegt, að heitið í titlinum sé rétt tilfært hjá honum. Nú gerist það einkenni- lega, að í síðari frásögn Jóns úr Grunnavík af tíðabókinni „leiðréttir“ hann þetta. Hefur áður verið minnzt á þessa frásögn í öðru sambandi, en þar segir að lokum: „Missionale Nidarosiense var eitt hið fyrsta, sem prentað var á Hólum, hér um 1535— 6 eður 7, það er í 4to, með rauðum lemmatibus, en í fyrirsögninni er órétt kallað auspiciis Domini Joh. Arneri pro Araei vel Araesonii“.42 Með þessu sýnist Jón ekki vera að leiðrétta uppskrift sína á tillinum, eins og Halldór Hermannsson virðist halda,43 heldur frekar hið upprunalega orðalag titilsins. En þessi leiðrétting er röng, því „Arneri“ er rétt, enda kemur það tvisvar fyrir í uppskrift Jóns á titlinum. Rétt um þessar mundir var nefnilega sá siður hér að latneska íslenzk föðurheiti svona. í latn- esku staðarbréfi herra Jóns Arasonar til síra Olafs Hjaltasonar fyrir Laufási, dagsettu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.