Réttur - 01.01.1955, Blaðsíða 1
obo
RÉTTUR
TÍMARIT UM ÞJÓÐFÉLAGSMÁL
1.—2. HEFTI . 39. árg.
19 5 5
Kalda stríðið og lær-
dómar þess
eftir GÍSLA ÁSMUNDSSON
Áratugurinn, sem liðinn er frá lokum annnarrar heims-
styrjaldarinnar, er um margt einstætt tímabil, en öll
óhugnanlegustu einkenni þess má þó rekja til sömu rótar,
þ. e. tilkomu kjarnorkuvopnanna. Á öld stórstyrjaldanna,
þegar friðsamleg sambúð þjóðanna má virðast næsta
fjarlægur draumur, stendur mannkynið skyndilega and-
spænis þeim möguleika, að það lifi ekki af þriðju heims-
styrjöld.
I öll þessi tíu ár hefur þessi hætta vofað yfir heiminum
eins og Damóklesarsverð, og á meðan hafa þjóðirnar víg-
búizt af alefli, auðvaldsríkin hafa myndað hernaðarbanda-
lög, rekið ofsafullan hatursáróður gegn sósialistísku
ríkjunum, hótað og ögrað. Það hefur geisað kalt stríð.
Kalda stríðið hefur orðið ströng prófraun fyrir hin tvö
hagkerfi heimsins, kapítalismann og sósíalismann. í þessu
stríði eins og hinu ,,heita“ er sigurinn framar öllu kominn
undir heilbrigði og þrótti efnahagslífsins, hagkerfisins.
Það er því lærdómsríkt að athuga niðurstöðuna nú, þegar
von er til, að þessu tíu ára gerningarveðri sé senn að linna.