Réttur - 01.01.1955, Blaðsíða 28
28
RETTUR
rauninni, eru sterkari en áður og traust íélagsmannanna á þeim
hefur vaxið.
Eins og áður var sagt, stóð allur almenningur með verkfalls-
mönnum í baráttu þeirra. Þetta kom berlega í ljós í fjársöfnun-
inni til styrktar verkfallsmönnum, sem nú er orðin um hálf
milljón króna, en það er lang mesta söfnun, sem nokkru sinni
hefur farið fram hér á landi í vinnudeilum. Auk þessarar söfn-
unar sýndi almenningur hlýhug sinn á ýmsan hátt, ekki sízt
með margvíslegum gjöfum til verkfallsvarðanna.
Verkfallsmenn færa öllum þeim, sem veittu þeim þennan ó-
metanlega stuðning, sínar beztu þakkir.
í þessari deilu hafa verkfallsfélögin notið ómetanlegs stuðn-
ings Alþýðusambandsinis, sem veitti þeim alla fyrirgreiðslu,
sem í þess valdi stóð. Enda þótt margvíslegar veilur hafi komið
í Ijós hjá nokkrum verkalýðsfélögum, sem leitað var til, verður
þáttur Alþýðusambandsins í þessari deilu seint ofmetinn.
Arangur verkfallsbaráttunnar kemur að sjálfsögðu miklu
fleirum að notum en verkfallsmönnum sjálfum. Ýmislegt fellur
nær sjálfkrafa öðrum í skaut, en að öðru leyti er leiðin rudd fyrir
þá, sem á eftir koma.
Eg gat þess áðan, að tilefnið til hinnar endurteknu kaupgjalds-
baráttu á undanfömum árum hefði verið opinberar ráðstafanir,
er sífellt hefðu rýrt kjör verkalýðsins. Nú spyrja verkamenn:
Verður reyndin enn sú sama? Mun ríkisstjórn og Alþingi enn
gera ráðstafanir, er takmarka árangurinn, sem nú hefur náðst?
Verður verðlaginu haldið í skefjum eða verða taumlausar verð-
hækkanir liðnar? Það er eindregin skoðun verkalýðssamtak-
anna, að þær kjarabætur, sem nú hafa fengizt fram, gefi ekk-
ert tilefni til gagnráðstafana í verðlagsmálum eða af hálfu hins
opinbera. Það er krafa verkalýðshreyfingarinnar í dag, að hver
sú ríkisstjórn, sem að völdum situr, geri þær ráðstafanir einar
í þessum málum, sem miða að því að viðhalda og auka kaupmátt
launanna, en ekki hið gagnstæða.
En til þess að tryggja varanlega árangra af kaupgjaldsbarátt-
unni, þarf styrkleiki og áhrif verkalýðsins á stjórnmálasviðinu