Réttur - 01.01.1955, Blaðsíða 43
RÉTTUR
43
Allir hlutir og fyrirbæri eru sífellt að breytast jafnt inn á við
sem í afstöðu sinni og tengslum við önnur fyrirbæri, og þó eru
þessar breytingar misörar og tengslin misjafnlega fjölþætt og
flókin. En af þessu leiðir, að í strangasta skilnirigi er ekkert fyrir-
bæri samt við sig stundinni lengur. Oll hlutstæð samsemd felur
einnig í sér mismuninn, eins og Hegel og Engels orðuðu það.
Hvernig er nú unnt að samræma þetta samsemdarlögmáli form-
rökfræðinnar? Menn hafa reynt að bjarga því með þeirri túlkun,
að það tæki aðeins til hugsunarinnar, engin hugsun væri fullgild,
sem lenti í mótsögn við sjálfa sig, og að í röksemdaleiðslu yrði
sama táknið jafnan að hafa sömu merkingu. Þetta hvorttveggja
er að vísu rétt og gildir jafnt fyrir formrökfræði sem díalektiska
rökhyggju. Hitt er aftur á móti rangt, að frumhæfingar rökfræð-
innar séu aðeins leikreglur hugsunarinnar, en taki ekki til hlut-
veruleikans. Slík túlkun er í fullri mótsögn við afstöðu Aristo-
telesar, og samkvæmt henni yrði öll rökleiðsla einbert föndur,
sem ætti sér enga samsvörun í heimi hlutanna og gæti því ekki haft
neitt leiðsögugildi. Undirstöðulögmál formrökfræðinnar verða
ekki varin með þessháttar kenningum.
Engu að síður hafa þau þó ákveðið, afstætt gildi. Hreyfingin
er að vísu tilveruháttur hlutveruleikans, allir hlutir og fyrirbæri
breytast. En í þessum breytingum eiga þau sér þó nokkurn, af-
stæðan stöðugleika, mismikinn eftir aðstæðum. Það er þessi af-
stæði stöðugleiki, sem endurspeglast í samsemdarlögmálinu og
öðrum frumhæfingum formrökfræðinnar — og án hans gætum
við reyndar hvorki hugsað né skynjað, ekki þekkt aftur hluti né
fyrirbæri, ekki lært af reynslunni. En stöðugleikinn er aldrei alger
eða skilorðslaus frekar en kyrrstaðan, heldur þáttur eða ívaf sjálfs
breytileikans.
Ekki ósvipuðu máli gegnir um tengsl hluta og fyrirbæta. I
strangasta skilningi eru þau altæk. Ef hart er í farið, er hver hlutur
í tengslum við alla aðra, við alheiminn, ef svo má að orði kveða —
og það er m.a. markmið allra vísinda og þekkingarleitar að rekja
þessi tengsl sem gerst. Hitt er jafnframt augljóst, að mörg þeirra
eru svo fjarlæg, tilviljunarkennd og áhrifalítil, að þau skipta ekki
máli. Vér verðum því jafnframt að meta tengslin og gagnkvæma