Réttur - 01.01.1955, Blaðsíða 5
RÉTTUR
%
samstarf mundi opna þeim leiðir að hráefnalindum, mikil-
vægri hernaðaraðstöðu, mörkuðum. Bandaríkin dreymdi
stóra drauma eftir stríðið. Þá var ofarlega í hugum
Bandarikjamanna, að þeir ættu að taka forustuna í heim-
inum og gera 20. öldina að bandarískri öld á sama hátt
og sú 19. hafði mótazt af forustu Bretlands. Bandaríkin
höfðu því fullan hug á að styrkja aðstöðu sína í hinum
kapítalistíska hluta heimsins jafnframt því sem þau stóðu
í hávaðasamri baráttu gegn sósialismanum.
Árið 1945, skömmu eftir að Truman settist á valdastól,
sagði hann:
Sigurinn hefur lagt amerísku þjóðinni á herðar þá ábyrgð að
fara með forustu í heiminum.
Þegar bornir eru saman hinir tveir ,,stríðsaðilar“ við
upphaf kalda stríðsins, virðist sem þar muni vera um
ójafnan leik að ræða.
Forusturíki auðvaldsins, Bandaríkin, hafa á stríðsár-
unum rösklega tvöfaldað iðnaðarframleiðslu sína og var
orðið langsterkasta ríki í heiminum efnahagslega. T. d.
nam framleiðslugeta þess á sviði iðnaðar meira en helmingi
samanlagðrar framleiðslugetu auðvaldslandanna á því
sviði. Manntjón Bandaríkjanna í stríðinu hafði verið mjög
lítið að tiltölu, 1.04 milljón fallnir og særðir, eða 0,8% af
íbúðartölu landsins. Engar hemaðaraðgerðir höfðu farið
fram í landinu sjálfu, svo að þar var ekki um neitt stríðs-
tjón að ræða á mönnum eða mannvirkjum. Hernaðarmáttur
Bandaríkjanna var því algerlega óskertur í stríðslok, hafði
jafnvel aldrei verið meiri en þá. Þau áttu langstærsta og
fullkomnasta herskipastól í heimi, mikinn flugflota og
annan vígbúnað. Þar við bættist svo hið nýja og geigvæn-
lega vopn, kjarnorkjusprengjan, sem Bandaríkin áttu ein
allra ríkja. Önnur auðvaldsríki voru að vísu ekki sérlega
sterk hernaðarlega, en samanlagt réðu þau yfir feiknaleg-
um auðæfum og mannafla. Samanlagður mannafli auð-