Réttur - 01.01.1955, Blaðsíða 68
Framtíð land
búnaðarins
eftir ÁSMUND SIGURÐSSON
Á síðari áratugum hefur landbúnaðurinn, þróun hans og fram-
tíðarhorfur verið mjög algengt umræðuefni manna á meðal, bæði
á opinberum vettvangi og í einkaumræðum. Því miður hefur
blærinn á þeim umræðum oft mótast meira af öðru en heilbrigð-
um áhuga og velvilja á þróun landbúnaðarins. Að sumu leyti hef-
ur hann mótast af ýmiskonar óverðskuldaðri andúð ýmissa, er
telja landbúnaðinn ekki fullnægja því hlutverki í þjóðarbúskapn-
um, sem honum ber, og jafnvel telja hann ómaga á öðrum þáttum
atvinnulífsins.
Hins vegar hafa þær mótast af pólitískum metingi og óheppi-
legum áróðri þeirra sem telja sig hafa mestra pólitískra hags
muna að gæta í sambandi við fylgi bændastéttarinnar og sveita-
fólksins yfirleitt.
Af hálfu þessara aðila hefur mjög verið slegið á strengi til-
finninganna, öll gagnrýni á rekstri og framleiðsluhætti hans talin
fjandskapur, og að öðru leyti sífellt verið að'mikla þá „aðstoð“
sem hann hafi hlotið frá hinu opinbera, sem pólitískt framlag ein-
stakra flokka, er eðli sínu samkvæmt hljóti að tryggja þeim fylgi
bændastéttarinnar í staðinn. Hvorug þessi túlkunaraðferð stefnir
til góðs fyrir landbúnaðinn og fólk það, er að honum vinnur.
Þvert á móti vinna báðar að því, að skapa misskilning og óheil-
brigða andúð á milli landbúnaðarfólksins annarsvegar og annarra
hliðstæðra stétta þjóðfélagsins hins vegar. Sú andúð verður til
þess eins að báðum sézt yfir kjarna málsins, þann kjarna, að báðir
séu í eðli sínu hin sama stétt, er aðeins vinni að ólíkum störfum
í þágu þjóðarheildarinnar. En af því leiðir þá hættu að þeim sjá-
ist yfir það höfuðatriði, að báðir eru í sömu hættu fyrir arðráni