Réttur


Réttur - 01.01.1955, Blaðsíða 47

Réttur - 01.01.1955, Blaðsíða 47
RÉTTUR 47 misjafnt farið. Á sumum þeirra er rannsóknum skammt komið, fáar staðreyndir kunnar. Þar getur rökhyggjan ekki skilað mikl- um árangri — og hætt við að skýringartilgáturnar verði hugar- burður einn. Annarsstaðar er fyrir hendi mikið staðreyndasafn lítt unnið. Þar verður rökhyggjan að láta til sín taka, tengja saman athuganir og gera úr kenningu. Það er fyrst er slík úrvinnsla hefur farið fram, að menn öðlast nokkurt yfirlit yfir rannsóknarsviðið og koma auga á þau vandamál og vandkvæði, sem þar er um að ræða. En rökhyggjan ein — út af fyrir sig — getur ekki miðlað okkur verulegri þekkingu. Sé ekki leitað til reynslunnar, duga hugsunar- reglurnar einar sér skammt í því skyni, árangurinn yrði ein- göngu ófrjó skólastik. Draumur miðaldamanna um „Ars magna", röklistina miklu, sem leitt gæti í ljós samhengi og hinztu rök alls sem er út frá örfáum frumhugtökum, reyndist hjómið eitt. En í tengslum við aðra þætti vitsmunalífsins, skynjanir vorar og störf er rökhyggjan einn hinn mikilsverðasti þáttur í mann- legri þekkingaröflun. HUGHYGGJA OG NÁTTÚRUVÍSINDI Það mun flestra manna mál, að aldrei hafi framfarir náttúru- vísindanna verið jafnstórstígar og á tuttugustu öldinni. Menn hafa krufið og kannað efnisheiminn í ríkara mæli en nokkru sinni fyrr. Það kom í ljós, að atómið var ekkert ódeili í bókstaflegri merkingu þess orðs, ekki hinzti óumbreytanlegi hornsteinninn í byggingu alheimsins, heldur heil veröld og breytileg, með kjarna og elektrónum. Rafmagn og ljós reyndust búa yfir eigindum efnisins, massa og orku; þetta voru sérstök hreyfingarform efnis og gátu breytzt hvort í annað. Það sýndi sig, að frumefnin voru síður en svo óumbreytanleg, radíum gat breytzt í blý o. s. frv. Jafnframt tókst svo mönnum að hagnýta þessa margvíslegu þekkingu við ýmiskonar starfrækslu, og er beizlun kjarnorkunn- ar þar nýjasta og mikilvægasta skrefið. En samtímis því sem þessi sigurganga vísindanna hefur orðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.