Réttur - 01.01.1955, Blaðsíða 58
58
RÉTTUR
sem hnígur í þá átt, að þjóðfélagið og sagan eigi sér engin lög-
mál, mennirnir hugsi og framkvæmi, sagan sé aðeins summa og
útkoma þessara áformuðu athafna. Aform og athafnir manna
eru þannig slitin úr tengslum við lögmálssamhengi tilverunnar —
og ekki spurt um, hvaðan áformin séu runnin né um fram-
kvæmdarskilyrði þeirra. Eðlismunur þjóðfélags og náttúru er
gerður að óbrúandi djúpi. Þjóðfélagið er eingöngu markrænt,
náttúran lögmálsbundin. Hinar borgaralegu frelsishugmyndir
snúast því, er bezt lætur, mest um olnbogarými einstaklingsins,
um hvað hann megi eða megi ekki. Þær verða mestmegnis
stjórnmála- og réttarlegs eðlis og meir miðaðar við form en inn-
tak, einstaklinga en samfélag og láta efnahagslega undirokun
og áhrif hennar sig litlu skipta.
En víkjum nú aftur að viljafrelsinu. Svo sem mannlegt frelsi
er reist á þekkingunni á lögmálum náttúru og samfélags, svo er
og frelsi viljans fólgið í hæfni hugans til að skilgreina og meta
sem réttast þær aðstæður. sem fyrir hendi eru hverju sinni.
Höfundur sýnir fram á, hvílík firra það er að halda, að viljinn
sé orsakalaus og frelsi hans sé í því fólgið. Orsakalaus vilji og
ástæðulausar viljaathafnir myndu gera okkur að fullkomnum
þrælum og leiksoppum, með því að við hefðum þá engin tök á
þessum annarlega harðstjóra og engin ráð til að sjá fyrir, hvað
hann ætlaði sér. Orsakaleysi viljans væri því hámark mannlegs
ófrelsis. Viljinn verður því ófrjálsari, sem við kunnum minni skil
á viðfangsefninu, ófrjálsastur, er við gerum okkur þess enga grein,
aðhöfumst eitthvað í ósjálfræði, sem kallað er.
Viljinn á sér ákveðnar orsakir eða ástæður, en hann er ekki
ófrjáls af þeim sökum, eins og talsmenn hinnar vélrænu nauð-
hyggju telja. Vilji, sem væri slitinn úr tengslum við orsakasam-
hengi tilverunnar, væri enginn vilji lengur og yfirleitt ekki neitt,
og sama máli gegnir um frelsið. Hvortveggja þessi fyrirbæri til-
heyra hugsandi verum og lögmálsbundinni veröld og geta ekki
áti annarsstaðar heima. Orsakatengsl viljans eru að vísu ekki
sama og frelsi hans, en þau eru forsenda þess eða skilyrði. Vilji
mannsins verður því frjálsari sem hann gerir sér gleggri grein
fyrir viðfangsefninu, hvötum sínum og ástæðum.