Réttur - 01.01.1955, Blaðsíða 6
valdsríkjanna var sjö til áttfaldur á við mannafla sósíal-
istísku landanna.
f hinum herbúðunum voru Ráðstjórnarríkin. Þau höfðu
að vísu unnið mikinn sigur í styrjöldinni og áttu í lok
hennar sterkan landher, en þau höfðu orðið fyrir óskap-
legu styrjaldartjóni. Hundruð borga og þúsundir þorpa
voru lögð í rústir, nytjalöndum var spillt á stórum svæðum,
búpeningur feldur. Manntjónið var gífurlegt. 7 milljónir
hermanna féllu og enn fleiri óbreyttir borgarar létu lífið í
styrjöldinni. Talið er, að manntjónið í heild hafi numið
meira en 8% af íbúatölu landsins eða tífalt meira að
tiltölu en tjón Bandarikjanna. Ríki, sem nýverið hafði
hlotið slík sár, var ekki vel undir það búið að mæta sóknar-
þunga hinna gunnreifu og auðugu vesturvelda, og vissu-
lega var það ekki líklegt til að vera í árásarhug.
Með Ráðstjórnarríkjunum stóðu einungis hin ungu
alþýðulýðveldi á vesturlandamærum þeirra, flest frumstæð
að atvinnuháttum, fátæk og hernaðarlega veik.
Auðvaldsríkin sýndust því hafa mikla yfirburði, enda
þótti ekki þörf á að f ara dult með f yrirætlanirnar.Bandaríkin
tóku að koma sér upp herstöðvum, bæði flug- og flota-
stöðvum, útum allan heim og unnu að því svo kappsamlega,
að nú , áratug síðar, eru herstöðvar þeirra erlendis á annað
þúsund. Sérstaka áherzlu lögðu þau á að koma sér upp
þéttum og öflugum herstöðvum sem næst landamærum
Ráðstjórnarríkjanna. Og til þess að það færi ekki fram hjá
neinum, til hvers þessar herstöðvar voru ætlaðar, voru birt
landakort, þar sem sýndar voru vegalengdir frá hinnnn
ýmsu flugstöðvum til iðnaðarstöðva í Ráðstjómarríkjunum,
og bandarískir ráðamenn héldu naumast svo ræðu um
utanríkismál, að þeir minntu ekki á kjarnorkusprengjuna.
Hatursáróður blaða og útvarps komst í algleyming og tók
að enduróma í öðrum auðvaldslöndum.
Kalda stríðið harðnaði með hverju ári. Með Marshall-
hjálpinni, er kom til framkvæmda árið 1948, var skipulagt
viðskiptabann á sósíalistísku ríkin. Jafnframt styrkti