Réttur - 01.01.1955, Blaðsíða 81
RÉTTUR
81
■jfc' Nýbýlamálin.
Sýnt hefir nú verið fram á það, hve mikil verkefni eru óunnin
enn þá til þess að skapa viðunandi búrekstraraðstöðu á fjölda
þeirra jarða, sem nú eru í ábúð, og gera má ráð fyrir að verði
það framvegis. Á þeim eru óbyggð um 1600 íbúðarhús auk allra
annarra bygginga, sem óhjákvæmilega verður að reisa. Á þeim eru
óræktaðir a. m. k. 3000—4000 ha. til þess að náð verði viðunandi
lágmarki ræktaðs lands á hverju byggðu bóli svo hægt sé að reka
bjargálna búskap. Hér við bætist nauðsynleg bústofnsaukning,
sömuleiðis véla og verkfæra.
Hér er þó aðeins um að ræða hluta þess framtíðarverkefnis
er fyrir liggur. Og þetta er sá hlutinn ,sem hægt er að ljúka fyrr
eða síðar, eftir því hve mikið fjármagn og vinnuafl er til þess
lagt á hverjum tíma. Hinn hluturinn er svo stofnun nýrra býla.
Það er framtíðarverkefni, sem aldrei verður lokið meðan þjóðin
heldur áfram að lifa í landi sínu og fjölga svo sem nú gerist.
Því ber ekki að neita að vart hefir orðið furðulegs skilningsleysis
á nauðsyn þessa verkefnis, og það einmitt úr þeirri átt, er sízt
skyldi, þ. e. hjá ýmsum forustumönnum bændasVéttarinnar
sjálfrar, og ýmsum öðrum úr hópi hennar. Hér skal ekki mikið
um það rætt, hvað þessu veldur, væntanlega er það fyrst og
fremst skortur á yfirsýn yfir heildarverkefni landbúnaðarins í
þjóðfélaginu.
Vera má að einnig sé hér bak við ótti um, að í stað hinna
nýju býla muni þá önnur eldri falla úr byggð, og einnig ýmiskonar
persónuleg viðhorf.
En um það skal ekki rætt frekar, heldur sýnt fram á nauðsyn
þessa verkefnis.
Áður er þess getið, að á hinum nýliðna fyrri helmingi þessarar
aldar hefir þjóðinni fjölgað nærri því um helming. Þetta gerist
þrátt fyrir það, að síðast á öðrum áratug hennar gekk hér yfir
drepsótt (spanska veikin), sem lagði í gröfina fjöida fólks, og
tvímælalaust dró úr heildarfjölguninni. Jafnframt þessu skeður
það, að fólkinu við landbúnaðinn fækkar um helming, og sú
fækkun hefir haldið áfram til dagsins í dag. Hefir þó átak
það, er unnið hefir verið í nýbýlamálunum s.l. átta ár stórkost-
lega dregið úr þessari þróun.
En fjölgun þjóðarinnar heldur áfram og enn þá örar. Það sýna
6