Réttur - 01.01.1955, Blaðsíða 116
116
RÉTTUR
árum hefir viðgengist í einkalánastarfseminni. Þó skal það fram
tekið, að hatursáróður þessi gagnvart flokknum í sambandi við
afstöðuna til landbúnaðarins, hefir nokkuð sljákkað hin síðari ár,
enda hafa staðreyndirnar um starf flokksins gagnvart bænda-
stéttinni og landbúnaðinum gjörsamlega afsannað hann. Enn þá
er þó þörf að benda á þær betur og skal því lítilsháttar að þeim
vikið.
Svo sem eðlilegt er hafa markaðsmálin og sala framleiðslunnar
verið lengt af eitt aðalvandamál landbúnaðarins. Eftir að salan
á innlenda markaðinum jókst svo mjög sem raun varð, við fyrr-
nefnda röskun atvinnulífsins og landsbygðarinnar skapaðist nýtt
og fyrr óþekkt viðhorf í markaðsmálum. Áður, meðan meginhluti
búvaranna var fluttur úr landi var við erlendan aðila að eiga
um verð og þess eins kostur, að reyna að ná sem beztum hlut
út úr hinni eriendu samkeppni. En við breytinguna skapaðist það
viðhorf að allur fjöldinn af bæði framleiðendum og neytendum
voru aðeins tvær greinar á sama meið, tvær vinnandi stéttir
sama þjóðfélags, með svipuð kjör og kom þá hagsmunasamstaðan
greinilega í ljós.
En einmitt um sama leyti sem þessi þróun var að komast á
hástig, náði Sósíalistaflokkurinn áhrifum innan verkalýðshreyf-
ingarinnar. Hverjum rétt hugsandi sósíalista var það frá byrjun
Ijóst, að ekki mátti til þess koma, að stríð hæfist milli þessara
tveggja aðila um verðlagningu framleiðslunnar, því slíkt mundi
verða báðum til tjóns. Þess vegna varð það fyrir tilstuðlan
flokksins að fulltrúar verkalýðssamtakanna í sexmannanefndinni
er skipuð var til að fjalla um þessi mál árið 1943 unnu sleitu-
laust að því að skapa samkomulagsgrundvöll, er tryggði sem
jafnastan rétt beggja. Hér er ekki rúm til að rekja þá sögu,
enda hefir það áður verið gert opinberlega af höfundi þessar-
ar greinar. Enda er það fullkunnugt að árangurinn varð
sexmannanefndarsamningurinn svo kallaði, sem ákveður að
afurðaverð skuli tryggja meðalbóndanum sama kaup og
vinnustéttir bæjanna bera úr býtum á hverjum tíma. Þetta náðist
fram, þrátt fyrir sannanlega tregðu fulltrúa Búnaðarfélags íslands,
sem voru hinn aðilinn í nefndinni og sáu í samningunum póli-
tíska hættu fyrir sína stjórnmálaflokka, — Framsókn og íhaldið.
Hættu sem fælist í því að samningurinn myndi stuðla að pólitísku
samstarfi verkamanna og bænda.