Réttur - 01.01.1955, Blaðsíða 56
56
RÉTTUR
vísu hefur þeim orðið vel ágengt í mörgu, en grundvallarlögmál
lífsins, eðli þess og upphaf bíða enn úrlausnar.
Menn hafa reynt að skjóta sér undan að svara spurningunni
um uppruna lífsins, með því að gera ráð fyrir, að það ætti sér
ekki upptök hér á jörðu, heldur hefðu lífsfrjóin borizt hingað
frá fjarlægum stjörnum. Með þessu er úrlausnarefninu ekki svar-
að, vandamálið aðeins flutt um set, ef svo má að orði kveða.
Auk þess hafa nýjustu rannsóknir leitt í ljós, að útfjólubláu
geislarnir, rafsegulgeislarnir og ekki sízt geimgeislarnir svo-
nefndu eru banvænir hverskonar smá-lífverum. Þar með er kenn-
ing Arrheniusar um ferðalag lífsfrjóanna úr sögunni.
I kaflanum , Efni, líf, andi” ræðir höfundur um séreðli lífsins
og leggur réttilega ríka áherzlu á, að þar sé um ný lögmál, nýtt
hreyfingarform efnisins að ræða. Hann bendir á, að sjálft eðli
lífsins sé í því fólgið, að öll verðandi þess stefni að ákveðnu
marki, en munurinn á henni og þeirri ákveðnu stefnu, sem komi
fram í hinni dauðu náttúru, sé einmitt sá, að í lífinu gerist hið
ólíklega, sé miðað við þau lögmál, sem gilda um hið dauða
efni. Höfundur notar stundum orðið „tilgangur", að vísu í gæsa-
löppum, um þessa verðandi lífsins, en það sýnist mér óheppilegt
og til misskilnings fallið.
Megin-hreyfingarform lífsins er hin margslungna rás efna-
skiptanna. Þau eru undirstöðusérkenni allra lífvera og tryggja
og stefna að sífelldri sjálfs-endurnýjun og varðveizlu þeirrar lífs-
heildar, sem um er að ræða. Þangað má og sennilega rekja með
nokkrum hætti aðrar séreigindir lífveranna, svo sem innri hreyf-
ingu vöxt, æxlun, aukna orkunýtni, snertiskyn og aðlöðunarhæfni.
Og efnaskiptin, endurnýjunin fela í sér hvorttveggja í senn sam-
lögun og sundrun. Lífið sjálft ber þannig í sér „fræ dauðans",
eins og Hegel orðaði það forðum.
Og er það ekki í þessum frumþáttum alls lífs — efnaskipmn-
um, sjálfsendurnýjuninni og varðveizlu lífsheildarinnar —, sem
helzt er að leita skýringa á séreðli þess og þróun, áráttunni til
frekari fullkomnunar, hvar sem skilyrði leyfa?
Menn hafa að vísu ekki ráðið lífsgátuna enn sem komið er, en
nýjustu rannsóknir og kenningar rússans Oparins varðandi upp-