Réttur - 01.01.1955, Blaðsíða 84
84
RÉTTUR
Á s. 1. átta árum, þ. e. frá 1. jan. 1947 — 31.des. 1954 hefir
nýbýlastjórn samþykkt eftirfarandi:
Nybýli ................... 388 Þetta verða þá samtals
Eyðijarðir ................ 72 503 býli eða 64 býli á ári
Bæjarflutn................. 43 að meðaltali. Þau skiptast
------------------------------ þó ekki jafnt á árin og mest-
Samtals .................. 503 ur hefir fjöldinn verið hin
síðustu ár. í árslok 1954 var
búrekstur hafinn á samtals 355 nýbýlum og eyðijörðum og skipt-
ist þannig á árin:
1947 ............. 45 býli Fyrstu 5 árin hefst bú-
1948 .............. 31 býli rekstur á 47 býlum að meðal-
1949 .............. 29 býli tali árlega en síðustu 3 árin
1950 35 býli er meðaltalið 59 býli og
1951 37 býli síðasta árið hæst. Eru þá í
1952 .............. 43 býli byrjun yfir-standandi árs
1953 .............. 66 býli samþykkt 105 býli sem ann-
1954 69 býli aðhvort eru í byggingu þótt
-------------- búrekstur sé ekki hafinn,
Samtals. 355 býli eða fyrirh'ugaðar byrjunar
framkvæmdir á þessu ári, ef
lánsfjárskortur verður ekki látinn stöðva þær. Auk þessa eru
svo hinir 43 þæjarflutningar, >sem að vísu skapa ekki ný
heimili, en munu hins vegar a. m. k. í allmörgum eða flestum
tilfellum koma í veg fyrir að gömul eyðist.
Mestur hluti þessara býla hefir verið reistur af einstaklingum
með þeirri aðstoð sem landnámslögin ákveða. Hafa margir
fengið skipt land úr jörð foreldra sinna eða fengið keypt eða á
leigu úr jörðum sem eru opinber eign. Þannig hefir mjög víða
verið skapað tvíbýli og þríbýli þar sem áður var eitt, og þess
eru dæmi að fjögur býli eru komin þar sem eitt var áður. Og á
mörgum þessum jörðum eru skilyrði fyrir stofnun fleiri býla,
sem eflaust munu rísa, þegar tímar líða. Er naumast þörf að
benda á þá möguleika til margskonar samvinnu og aukinna
þæginda, er skapast við þannig aukið þéttbýli.
Mjög er það misjafnt hvernig skifting nýbýlanna er á
hinar ýmsu sýslur, og veldur þar um aðstaða ýmiskonar, s. s.
markaðir o. fl.