Réttur - 01.01.1955, Blaðsíða 48
48
RÉTTUR
hraðari og skilað áþreifanlegri áröngrum, hafa þær orðið fleiri
og háværari raddirnar, sem flutt hafa þann boðskap ,að efnið
væri horfið, órsakalögmálið úr sögunni, hlutveruleikinn hefði
skapazt úr engu — og yrði að engu. Og þessar raddir hafa ekki
komið frá þeim einum, sem boða gjarnan slíkar skoðanir í
embættisnafni, heldur frá fjölda manna, er rita um vísindi af
kunnugleik, og frá vísindamönnunum sjálfum, sumum hverjum,
og þá ekki sízt í alþýðlegum fræðiritum þeirra um vísindaleg efni.
Hverju sætir þetta furðulega fyrirbæri, að vísindamennirnir
skuli hafna tilvist þess, sem þeir eru að rannsaka eða neita að nokk-
urt orsakasamhengi ráði á því sviði? Og hvernig er hægt að koma
þessu heim við þá almennt viðurkenndu staðreynd, að þeir hinir
sömu skilja þessar kenningar sínar jafnan eftir utan dyra, í hvert
skipti sem þeir líta inn í rannsóknarklefann sinn?
Höfundur víkur að því í formálanum, að vér lifum á miklum
tímamótum, sem krefjist djúptækrar endurskoðunar á hugmynd-
um vorum. Þar mun vera skýringar að Ieita á þessu furðulega
fyrirbrigði, sem áður er á vikið.
Vér lifum á miklum tímamótum í fleiri en einum skilningi.
Fyrst cr það, að úrelt þjóðskipulag er að þoka um set fyrir nýjum
samfélagsháttum, gömul valdastétt er að rýma sæti fyrir alþýðu.
Þessi umskipti hafa þegar gerzt í stórum hluta heipis; annars-
staðar eru þau á dagskrá. En hnígandi yfirstétt ann engu meir
en auði sínum og aðstöðu. Ef horfurnar eru örðugar og hlutveru-
leikinn andsnúinn, þá burt með hann. Verði skynsemin til trafala,
tekur dulrænan við. Sé orsakasamhengið þungt í skauti, skal það
numið úr gildi -- og óskin ríkja ein. Það er þessi árátta til dniýðgi
og afturhverfrar óskhyggju, sem jafnan fylgir feigri yfirstétt og
mótar hugmyndakerfi hennar beint og óbeint, sjálfrátt og ósjálf-
rárt. Slíkur boðskapur er í senn til þess fallinn að bægja burt
öllum feigðargrun og trufla og afvopna andstæðinginn.
En hér kemur fleira til, að því er eðlisvísindin varðar. Upp-
götvanir vísindanna síðustu áratugina hafa leitt ýmislegt í Ijós,
sem ekki verður skýrt á viðhlítandi hátt með arfteknum hugs-
unaraðferðum. Vélrænar hugmvndir og hugsunarháttur, sem ein-