Réttur - 01.01.1955, Blaðsíða 113
RÉTTUR
113
styrjöldina endurtók sig gamla sagan svo að 1952 var komið í
mjög svipað horf og á árunum eftir 1930.
En í desember 1952 var háð hér eitt harðvítugasta verkfall,
sem háð hefir verið til að krefjast bættra lífskjara fyrir alþýðu
manna. Jafnframt þeim kjarabótum, er þá fengust fyrir laun-
þegasamtökin urðu straumhvörf í sölumálum landbúnaðarins.
Samkvæmt skýrslum Mjólkursamsölunnar í Reykjavík var sala
nýmjólkur í bænum 420,500 lítrum minni árið 1951 en 1950. Og
næsta ár 1952 minnkaði salan enn þá um 520 þús. lítra þannig
varð lækkun sölunar nærri því ein millj. 1. á tveimur árum þrátt
fyrir allmikla fólksfjölgun í bænum. Hins vegar brá svo við
eftir la-usn verkfallsins með þeim kjarabótum launþeganna er
henni fylgdi, að árið 1953 hækkaði salan úr 14.822 þús. 1. sem hún
var ’52 upp í 17.274 þús. 1. eða um 2.442 þúsund 1. Var hún þá á því
ári 1.512 þús. 1. hærri en 1950 þegar hækkunin hófst.
Þó er fullkunnugt að aukning á sölu vinnsluvaranna s. s. skyrs
smjörs og osta hefir orðið enn þá meiri, og hefir hún bókstaflega
bjargað afkomu flestra mjólkurbúanna úti á landi, er nálega
eingöngu framleiða vinnsluvörur, og þá jafnframt afkomu þeira
bænda, er inn í þau leggja mjólkurframleiðslu sína. Þetta kom
mjög greinilega fram í erindi Egils Thorarensen á Selfossi,
formanns Mólkurbús Flóamanna er hann talaði um rekstur
búsins á aðalfundi þess snemma árs 1954.
í því greinargóða erindi upplýsti hann m. a. að framleiðslan á
mjólkurbússvæðinu hefði aukist á árinu 1953 um 16%, og öll
hefði sú aukning selzt á hærra verði, svo útborgunarverð til
bænda hækkaði úr 2,48 kr. pr. lítir í 2,63 kr. eða um 15 aura fyrir
lítra. Enn fremur hefði gengið verulega á byrgðir vinnsluvara
og lausn sölukreppunnar fært bændum á svæðinu 12 millj. kr.
hagnað, miðað við árið áður.
Þessi dæmi um beina hagsmunalega samstöðu bóndans og verka-
mannsins eru nú orðin svo áþreifanleg, að allur þorri bænda-
stéttarinnar þekkir þau og skilur. Hins vegar þurfa vinnustéttir
bæjanna einnig að skilja það, að því betur sem landbúnaðinum
gengur, því meiri möguleikar skapast fyrir hagstæðara verðlagi
þeir til handa, svo kaupgeta þeirra nýtist sem bezt. Gagnkvæmur
skilnignur í málum þessum mun tvímælalaust verða báðum
heilladrýgstur, og þann skilning verður að skapa sem beztan.
8