Réttur - 01.01.1955, Blaðsíða 55
RÉTTUR
55
sín sérstöku lögmál, sem ekki verði skilin út frá hinu eldra stigi
eða einstökum hlutum eða eindum kerfisins, heldur feli í sér eðlis-
breytingu, séu nýtt hreyfingarform, sem eigi rót sína í heildar-
gerð og ytri tengslum liins nýja stigs. Hin eldri lögmál séu að
vísu ekki úr sögunni, en séu nú þættir í nýju og æðra samhengi
og mótist af því.
Engels orðaði þessa hugsun á þá lund, að hann kallaði eðlis-
fræðina aflfræði sameindanna, efnafræðina eðlisfræði frumeind-
anna og iíffræðina efnafræði eggjahvítuefnanna. Og hann bætti
því við, að með þessu orðalagi vildi hann benda á, hvernig ein
vísindagreinin tæki við af annarri, bæði að þvi er varðaði tengsl
þeirra og samfelldni (kontinuitet) sem og mismun þeirra og ó-
samfelldni (diskontinuitet)
Eldri lögmál duga aldrei til skýringa á nýjum þróunarstigum.
Lífið verður t. d. ekki skýrt með lögmálum eðlis- eða efnalræð-
innar eingöngu, enda þótt þau gildi þar áfram. Þjóðfélagið og
mannleg saga verða heldur ekki skýrð með lífræðilegum form-
úlum um „sigur hins hæfasta” eða „áreiting og svar'' (Toynbee).
Arangur þessháttar söguskýringa verður markleysa einber, ris-
láe og hversdagsleg. Lögmál hvers þróunarstigs eru fóigin í því
sjálfu. Þar verður að grafa eftir ’þeim.
Það er verkefni líffræðinnar að lýsa fyrirbrigðum lífsins og
skýra eðli þess og upphaf. Þar hafa um hríð einkum verið uppi
tvö sjónarmið, og reyndar stima eðlis og þau, sem ég drap á hér
að framan. „Vítalistarnir" hafa haldið því fram, að sérkenni lífs-
úis yrðu ekki skýrð út frá lögmálum efnisins. Þar kæmi til skjal-
anna sérstakt lífsafl, óefnisbundið og yfirskilvitlegt, sem byggi
yfir eigin markmiði, blési lífsanda í efnið og gæfi því stefnu,
saxnræmi og tilgang. Það þarf vitanlega ekki að taka fram, að
þetta er engin skýring, hið óþekkta er „skýrt" með öðru óþekktu,
- vanþekking okkar hefur aðeins hlotið annað nafn, heitir ekki
lengur vanþekking, heldur lífsafl, „entelechia" eða eitthvað þess-
háttar. Líffræðingar þeir, sem aðhyllast hina vélrænu efnishyggju,
hafa hins vegar litið svo á, að ekki væri um grundvallarmun að
ræða rnilli líflausrar og lifandi náttúru og hafa reynt að skýra
lífið út frá eðlis- og efnafræðilegum lögmálum eingöngu. Að