Réttur - 01.01.1955, Blaðsíða 66
66
RÉTTUR
því rétt að hafa nöfn þeirra í huga: Eugene Dennis, Bob Thomson,
Steve Nelson og allra hinna 12 leiðtoga amerískra komm-
únista, er við rifjum upp kvæði það, er Stephan G. Stephansson
orti 1918 um dóminn yfir Eugene Debs. Og um þá og þeirra frelsi
og allrar amerískrar alþýðu, gildir einnig það fyrirheit, er Stephan
gefur í kvæðislok. Það rofaði til eftir það myrknætti er grúfði
yfir Ameríku 1918 og það mun einnig brátt rofa til í því myrk-
nætti „galdraofsóknanna" sem grúfir yfir Ameríku enn. Ritstj.].
I.
Loks gat meinráð megnað því:
lengur, en væri lífs að vona,
leifum fjörs á aldri svona:
dýflissu þær dæmdust í.
Þennan vininn veslinganna,
vandlætara í-angindanna!
Lengi hefir lymskan elt hann,
loks á þessu bragði fellt hann —
honum þó á kné hún kæmi,
keypt er það, að skammgóðs dæmi.
II.
Sjá, þann hetju hjarta yl:
Hann er brosir vina til,
— aumingjanna er eftir híma —
sæll að gera — og salinn rýma —
sannleikanum síðstu skil:
„Hér er ei efni í ófögnuð!
Réttlætið, inn góði guð,
geymir í hönd síns lienta tíma“.
ra.
Sonur Mannsins, sjáðu manninn!
Sjálfur varstu leikinn þannin.
Ilann hefur friðlaus, fyr og nú,
aumkvað tárum sömu sorgar,