Réttur


Réttur - 01.01.1955, Blaðsíða 51

Réttur - 01.01.1955, Blaðsíða 51
RÉTTUR 51 nýrri uppgötvun er stefnt til meiri fullkomnunar. Ekki er það heldur rétt, að með nýrri beimsmynd séu allar staðreyndir eða einstakar kenningar hins fyrra kerfis úr gildi fallnar, heldur eru þær séðar í nýjum tengslum og víðara samhengi en áður. Ymsir hafa og reynt að tefla uppgötvunum vísindanna gegn hinni heimspekilegu efnishyggju, þótt slíkt sé fjarri lagi. Menn hafa talað um, að efnið væri horfið, er vísindin hafa uppgötvað nýja þætti þess, ný hreyfingarform (eins og t. d. elektrónurnar o. s. frv.). Slík röksemdafærsla er reist á hugtakaruglingi. Hin heim- spekilega efnishyggja er ekki kenning um gerð efnisins. heldur um tilvist þess, þ. e. a. s. að það sé hlutveruleiki óháður vitund vorri og hugmyndum. Nýjar uppgötvanir um gerð og eðli efnisins geta síður en svo raskað þeirri kenningu. Hins vegar geta þær breytt efnishugtaki eðlisfræðinnar, en að réttu lagi eiga þær ekki að útrýma því, heidur auðga það og dýpka. I kaflanum „Rúm, timi, óendanleiki" kemur höfundur nánar að ýmsum atriðum í nýjustu kenningum eðlisfræðinnar, einkum afstæðiskenningunni. Hin snjalla afstæðiskenning Einsteins var í senn árangur af þróun eðlisfræðivísindanna og lausn á vand- kvæðum, sem þar voru fyrir hendi, einkum eftir að Michelson hafði afsannað tilvist hins svonefnda „eters" með tilraun sinni. Fram til þessa höfðu hugmyndir vísindamanna um rúm og tíma einkum byggzt á kenningum Newtons. Samkvæmt þeim voru tími og rúm algerlega sjálfstæð og skilorðslaus fyrirbæri, sem ekki voru í neinum tengslum sín á milli né heldur við efnis- veruleikann. Þau voru aðeins umgjörð eða tómt leiksvið, þar sem efnisveruleikinn birtist og atburðir gerðust. Jafnframt var svo til algilt viðmiðunar- eða hnitkerfi til að mæla þessi og önnur fyrir- bæri. Afstæðiskenningin leiddi hins vegar í ljós, að öll viðmiðun er afstæð og ekkert algilt hnitkerfi til og að tími og rúm eru í tengslum sín á milli og verða ekki skilin eða einángruð frá efnisveruleikanum og hreyfingu hans. A þessu sviði staðfesti af- stæðiskenningin hina díalektisku efnishyggju, sem jafnan hefur litið á rúm og tíma sem tilveruform hins síkvika efnis eða hlut- veruleika.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.