Réttur - 01.01.1955, Blaðsíða 38
38
RKTTUR
armið er algerlega óraunhæft og ósamrýmanlegt þróun þekk-
ingar og vísinda. Samkvæmt því er það skilyrði fyrir tilvist hvers
fyrirbæris, að það sé skynjað. Kenning náttúruvísindanna, um
að jörðin hafi verið til um óratíma, áður en nokkrar skynverur
komu þar fram, væri þar með úr sögunni. Sýklarnir hefðu þá
fyrst orðið til með uppgötvunum Leeuwenhoeks, og reikistjarnan
Plútó hafið tilvist sína 1931, er menn fyrst komu auga á hana.
Island væri þá fyrst til orðið, er Paparnir litu það augum, eða
kannski nokkru eldra, ef við föllumst á að binda tilvist þess við
skynjanir skordýra, fugla og refs. Það eru augljósustu staðreynd-
ir af þessu tagi m. a., sem stangast illyrmislega á við þessa undir-
stöðukenningu hughyggjunnar. Við þeim kunna hughyggjumenn-
irnir engin svör, aðeins undanbrögð og orðkringi í þá veru, að
ef þeir hefðu verið staddir á tilteknum stað og tíma, hefðu þeir
skynjað hið umrædda fyrirbæri og tryggt þannig „tilvist" þess.
Kenning, sem gerir skynreyndina að skilyrði „veruleikans" og setur
jafnaðarmerki milli vitundar og „staðreynda", hlýtur að hafna í
fullkomnum „sólipsisma", þ. e. a. s. þeirri kenningu, að ekkert
sé í raun og veru til nema sjálfsvitund viðkomandi persónu, „hinn
ytri veruleiki" sé sköpunarverk hennar, háður henni — kerfi skynj-
ana hennar og hugmynda. Þessi niðurstaða liggur þegar fyrir
í forsendum hughyggjunnar, því með því að sértaka skynj-
unina og slíta hana úr tengslum við hlutveruleikann er veru-
leiki sjálfsins einn eftir skilinn. Þetta var og Berkeley, einum
helzta forvígismanni þessarar kenningar, ljóst. Hvað varð um
„veruleikann", þegar vitund vor svaf, og hvaðan stafaði sam-
ræmið milli skynjana einstaklinganna o. s. frv.? Ut út þeim
ógöngum sá Berkeley aðeins eina leið. Veröldin fórst ekki, meðan
vér sváfum, af því að hún lifði í vitund guðs — sem skynjun
hans, og það var hann, sem skapaði og hélt við samræminu milli
skynjana vorra. Þar með hafði liin huglæga hughyggja hafnað
í hlutlægri hughyggju, — í dulýðgi og trúarbrögðum. Þessi kenn-
ing, sem hugðist að sanna réttmæti sitt og villu efnishyggjunnar
með heimspekilegri rökfærslu hafði hlaupizt burt frá sínum
eigin forsendum, með því að þær gátu ekki leitt til annars en
„sólipsisma".