Réttur - 01.01.1955, Blaðsíða 9
RÉTTUR
9
veldanna í Berlín. Slíkur fundur hafði ekki verið haldinn í
fimm ár. Árangur náðist reyndar ekki í aðalmálum fund-
arins, en samkomulag varð þó um að boða til annars fund-
ar seint í apríl um Asíumál, um friðarsamninga í Kóreu og
vopnahlé í Viet Nam, og skyldi kínverska alþýðulýðveld-
inu boðið sem fimmta stórveldinu, jafnréttháu hinum.
Ekki geðjaðist Dulles og öðrum stríðssinnum Ameríku
að þessu samkomulagi.
Þeir tóku að spilla á allan hátt fyrir því, að þessi fundur
yrði haldinn, gerðu nýja tilraun til að fá Evrópuherinn
samþykktan og reyndu að fá Breta með sér í að gerast
virkir þátttakendur við hlið Frakka í Indókínastyrjöldinni
og beita þar kjarnorkuvopnum. Bæði Eden og Nehru hafa
staðfest, að tillögur Bandaríkjanna þá mundu hafa leitt
til heimsstyrjaldar. Bretar neituðu, og fimmveldafimdur-
inn var haldinn. Dulles hvarf heim aftur eftir fáa daga og
tók samningum um vopnahlé í Indókína að miða vel úr því
og náðist fullt samkomulag um það mál. Það var annar
stórsigur friðaraflanna.
En óvinir friðarins gáfust ekki upp. Fyrir forgöngu
Bandaríkjanna var í skyndi sett á laggirnar svonefnt
Kyrrahafsbandalag, sem helztu þjóðir þess svæðis stóðu
raunar utan við. Með miklu harðfylgi voru Parísarsamn-
ingarnir barðir í gegn síðast á árinu 1954, þar sem meðal
annars var fallizt á endurvígbúnað Vestur-Þýzkalands.
Um sama leyti samþykkti ráð Atlantshafsbandalagsins
(meðal annars með atkvæði íslands) að bandalagið skyldi
beita kjarnorkuvopnum sem hverjum öðrum ,,vanalegum“
vopnum, ef til styrjaldar kæmi.
Aftur hafði syrt alvarlega í lofti. Ráðstjórnarríkin sáu
sig tilneydd að auka útgjöld til vígbúnaðar, en árin á und-
an hafði lækkandi hundraðshluta af útgjöldum ríkisins
verið varið til vígbúnaðar. Þá gerðu Ráðstjómarríkin og
alþýðulýðveldin í Austur-Evrópu með sér hernaðarbanda-
lag sem svar við ákvörðun Parísarsamninganna um að
endurvígbúa Vestur-Þýzkaland. En jafnframt þessum