Réttur - 01.01.1955, Blaðsíða 95
RÉTTUR
95
hinn algera fjárskort veðdeildarnnar til þess að hún fái gengt
sínu hlutverki, þá mun ekki of ílagt að segja heildarupphæð allra
deildanna þriggja þyrfti að vera 250—300 millj. til þess að þær
gætu fullnægt lánaþörfinni með eigin fé. En mikið vantar enn
á það, svo sem nú skal sýnt.
Samkvæmt reikningsyfirliti Búnaðarbankans 1. jan. 1955 var
skuldlaus eign þessara þriggja deilda sem hér segir:
Byggingarsjóður ............. kr. 37.123.795,00
Ræktunarsjóður .............. kr. 24 694.980,39
Veðdeild .................... kr. 2.560.173,11
Smábíladeild ................ kr. 311.297,66
Nýbílasjóður ................ kr. 509.414,26
Samtals kr. 65.199.662.97
Þótt smábýladeildin og Nýbýlasjóðurinn séu hér talin sérstak-
lega, þá eru það aðeins leifar hin eldra fyrirkomulags.
En þá eru þetta ca. 65.2 millj. kr. sem eru hrein eign þessara
lánsstofnana. Er það tæpur þriðjungur þess, er Landnámsstjóri
áætlaði 1953, og ca. fjórði hluti þess er fyrr er nefnt miðað við
auknar framkvæmdir og að veðdeildinni meðtaldri. Er því sýni-
legt, að mikið vantar enn þá til að ná hinu nauðsynlega marki.
En auk þessa eignarfjár höfðu sjóðirnir um s.l. áramót eftirtaldar
upphæðir að láni.
1. Byggingarsjóður:
a) Frá Ríkissjóði ................. kr. 10.774.942,00
b) Frá Framkv.bankanum ............ kr. 10 250.000,00
Samtals kr. 21.024.942,00
2. Ræktunarsjóður:
a) Frá Ríkissjóði .....
b) Frá Framkv.bankanum
kr. 28.450.693,00
kr. 17.750 000,00
Samtals kr. 46.200.000,00
Samtals nemur þetta rúmlega 64 millj. kr.