Réttur - 01.01.1955, Blaðsíða 126
126
RÉTTUR
aukin og miklu viðameiri. Þetta
er reyndar kennslubók í marx-
iskum fræðum og fjallar bæði
um hina heimspekilegu efnis-
hyggju sem og hina efnalegu
sögusköðun. Bókin er allstór, á
6. hundrað bls. og gerir viðfangs-
efninu rækileg skil.
Henri Lefebvre: Contribut-
ion a l’esthetique (Um fag-
urfræði). Editions sociales,
Paris 1953.
Henri Lefebvre hefur ritað
margt um marxisk fræði, og mun
hans hafa verið getið áður hér í
ritfregnum Hann hefur m.a. í
smíðum mikið rit í 8 bindum um
kenningar og viðhorf marxism-
ans á hinum ýmsu sviðum og kom
fyrsta bindi þessa ritsafns (Log-
ique formelle, logique dialect-
ique) út 1947. En bók sú, er að
ofan greinir, fjallar um fagur-
fræðina og viðhorf hinnar díal-
ektisku efnishyggju á því sviði.
Bókin er ekki mikil að vöxtum,
eða um 160 bls., en skrifuð af
kunnáttu og skerpu. Höfundur
ræðir um þau vandkvæði sem við
er að etja í þessu efni, og víkur
að ýmsum fagurfræðikenningum
(Platon, Diderot, Kant, Hegel
o. fl.). Þá rekur hann viðhorf
þeirra Marx og Engels, að því er
er þessi mál varðar, og kemur
víða við, einkum eru kaflarnir
um inntak, form og formalisma
mjög fróðlegir og skemmtilegir.
Marcel Cohen: Grammaire
et style (málfræði og stíll)
Etitions Sociales, Paris ’54.
Þetta er þriðja bók þessa al-
kunna franska málfræðings, sem
kemur út í bókaflokki Editions
sociales; fyrri bækurnar voru
Le Langage (tungumálið), og L’e-
criture (skriftin). Bók þessi er
reyndar safn ritgerða um fransk-
ar málfræðireglur, stíl og mál-
vöndun, og tekur yfir tímabilið
frá 1450—1950. Þarna eru m.a.
ritgerðir um stíl Rabelais, franskt
talmál um 1700, stíl rómantisku
stefnunnar, og rithátt höfunda, er
koma fram eftir 1940. Bókin er
að sjálfsögðu engin tæmandi
rannsókn á þessu sviði — meira
í ætt við svipmyndir, fróðleg og
örvandi.
Germaine & Claude Will-
ard: Formation de la nat-
ion frangaise (myndun
frönsku þjóðarinnar), Ed.
sociales, Paris 1955 (rúmar
300 bls.).
Eftir því sem kúgun og yfir-
ganjgur heimsvaldagtefnunnar
hefur látið meira til sín taka,
hafa hinar ýmsu þjóðir risið til
harðara andófs og reynt að gera
sér gleggri grein fyrir sögu sinni
og þjóðlegum verðmætum Á það
ekki eingöngu við um nýlendu-
og hálfnýlenduþjóðir þær, sem
haldið er niðri með harðneskju
og vopnavaldi, heldur og sjálf-
stæðar þjóðir, er bandarískir
heimsvaldasinnar hyggjast að
beygja og leggja undir sig með
fjármunum og rótlausri og yfir-
borðslegri heimsborgarahyggju.
I bók þeirri, sem nefnd er hér
að ofan, er rakin saga írönsku
þjóðarinnar allt frá 10. öld, er
fyrstu drögin voru að myndast,
og fram yfir byltinguna miklu.
Sýnt er fram á, hvernig þjóðleg
arfleifð og sérkenni skapast smám
saman og hin forna sundrung
lénsaldar rénar með hinni rís-