Réttur - 01.01.1955, Blaðsíða 8
8
RÉTTUR
með furðu skjótum hætti á þessu tímabili, og var orðið
vonlaust fyrir vesturveldin að þeim tækist að kollvarpa
þeim með undirróðri og viðskiptahömlum.
Þá var komin upp ný alþjóðleg hreyfing, er vann að
því að efla friðinn í heiminum, og breiddist hún ört út.
Kóreustyrjöldin, sem skírð var varnarstríð gegn kom-
únismamnn, þó að reyndar væri hún árásarstyrjöld lepp-
stjórnar Bandaríkjamanna í Suður- Kóreu, olli bandarísk-
um stríðsæsingamönnum beiskum vonbrigðum. Það kom
sem sé á daginn, að vígvél Bandaríkjanna, sem svo rækilega
hafði verið auglýst í kalda stríðinu, gat ekki einu sinni
ráðið niðurlögum hálfrar kotþjóðar. Að vísu sendu Kín-
verjar hersveitir til hjálpar Norður- Kóreu, er landamærum
þeirra var ógnað, en Bandaríkjamenn nutu einnig stuðn-
ings voldugs aðilja, sjálfra Sameinuðu þjóðanna. Hersveitir
margra þjóða í þeim samtökum voru sendar á vígvöllinn
og var t. d. sér í lagi rómuð framganga Tyrkja, nýrra
áhugamanna um lýðræði og mannhelgi.
Styrjöld þessi var af hálfu hinna vestrænu ríkja rekin af
mikilli hörku og grimmd, en allt kom fyrir ekki. Herir
þeirra voru stöðvaðir við landamerkin milli landshlutanna,
hinn mikli herleiðangur var farin út um þúfur og ekki um
annað að gera en semja um vopnahlé, fyrst ekki var
farið að ráðum villtustu stríðsæsingamanna og hafin
heimsstyrjöld.
Kóreustyrjöldin varð æ óvinsælli í Bandaríkjunum, og
Esenhower sá sér leik á borði í forsetakosningunum 1952
að heita kjósendum því að binda endi á Kóreustyrjöldina,
ef hann næði kosningu. Er talið, að það loforð hafi átt
drjúgan þátt í sigri hans. 1953 var síðan samið vopnahlé
eftir margra mánaða samningaþóf.
Síðan Kóreustyrjöldinni lauk hefur skipzt á sókn og
gagnsókn milli friðaraflanna og stríðssinnanna í heimin-
um.
Það var mikill sigur í friðarbaráttunni, þegar tókst að
fá vesturveldin til að fallast á fund utanríkisráðherra stór-