Réttur


Réttur - 01.01.1955, Side 59

Réttur - 01.01.1955, Side 59
RÉTTUR 59 Hugmvndirnar um gott og illt eru þjóSfélagslegt fyrirbæri. Þær vakna þá fyrst, er menn taka að lifa í samfélagi og velja af ráðnum hug milli tiltekinna athafna eða hluta. Ekkert er gott eða illt í sjálfu sér, heldur í afstöðu sinni og áorkan gagnvart samfélaginu og einstaklingum þess. Með þessum nafngiftum legg- ur samfélagið mat á, hvað það telur sér j:il heilla eða böls. Siðferðishugmyndir hvers þjóðfélags mótast af gerð þess og hagsmunum og breytast með því. Meðan þjóðfélagið er samstæð heild og einstaklingar þess hafa sömu hagsmuni og svipaða að- stöðu, eru siðgæðishugmyndirnar einnig samfelldar og sameigin- legar öllum einstaklingum þess. En þegar samfélagið klofnar í sérstakar stéttir og hagsmunahópa, rofnar sú eining, cr áður ríkti í siðferðilegurn efnum. Hver stétt mótar siðgæðishugmyndirnar samkvæmt hagsmunum sínum og aðstöðu. Siðgæðismatið verður mismunandi og sundurleitt, enda þótt hugmyndir ríkjandi stéttar ráði jafnan mestu. Hún gerir sér og ávallt sérstakt far um að inn- ræta þær öllum almenningi, enda er það eitt af skilyrðum til þess, að henni takist að halda völdum sínum og aðstöðu. Siðgæðishugmyndirnar eru þannig vaxnar upp úr hagsmunum og aðstöðu samfélagsins, stétta þess og einstaklinga, þær eru samofnar tilfinningalífinu og tíðum tengdar erfðavenjum og trú og hjúpaðar margvíslegri helgi. Gott og illt eru sem sé breytileg og afstæð hugtök. Það, sem ein stéttin álítur gott, telur önnur kannski illt. En eru þá engin ráð til að gera upp á milli ólíkra siðferðishugmynda hverju sinni? Eru afstaða og mat hinna ýmsu stétta og hagsmunahópa síðustu dóms- orðin í því efni og öll jafnrétthá? Eru öll „hnitkerfi” þar jafn- gild? Að vísu ekki. Loka-mælikvarðinn er framvinda samfélags- ins, stefnan fram á við til frjórra og auðugra lífs, barátta hins nýja og fullkomnara gegn hinu gamla og úrelta. Það sem þjónar þessari framvindu teljum vér gott, hitt sem tefur hana og hnekkir henni illt. Einkar skörp og skemmtileg er skilgreining höfundar á kenn- ingunum um tilgang og tæki. Annars vegar er þar sjónarmið jesúítanna, sem töldu, að tilgangurinn helgaði tækin — og allt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.