Réttur - 01.01.1955, Blaðsíða 112
112
RÉTTUR
mæringarirnir jafnmargir og á íslandi miðað við fólksfjölda. En
hverjir hafa safnað þeim auði. Það eru fyrst og fremst þeir, sem
haft hafa miðlunarstarfsemina með höndum verzlað með nauð-
synjavörur atvinnuveganna s. s. dæmin um sementið og olíuna
sýna. Einig þeir, sem tekist hefir að komast yfir fjármagn til
að reka lánastarfsemi þá sem alment er við okur kend, og m. a.
er í því fólgin að lána fátækum mönnum fé til að byggja skýli
yfir höfuð sér, í bezta falli með 20% afföllum við lántökuna og
7% vexti af afganginum, og allt upp í þaðað taka 5% mánuðar-
vexti, sem sannanlega eru dæmi til. Það eru í þriðja lagi þeir
sem náð hafa í sínar hendur verzluninni með útflutningsvörur
þjóðarinnar, og gegn um hana fá m. a. tækifæri til að fela erlendis
stórar gjaldeyrisupphæðir, (fjárflótti) eins og sjálf stjórnarblöðin
hafa stundum upplýst þegar sletzt hefir upp á vinskapinn. Og
að síðustu má nefna þá sem tekist hefir að gera hernám íslands
og niðurlæginguna alla, sem því fylgir, sér að féþúfu. Þannig
mætti telja fleira, en þetta nægir. Það eru þessar starfsgreinar,
sem skapað hafa miljónamæringastétt íslands, hina fjölmennu,
en það að vera bóndi sjómaður eða verkamaður hefir aldrei getað
skapað milljónamæring.
Annað dæmi skal nefnt, sem að vísu hefir oft verið áður rætt
opinberlega, til sönnunar hinni stéttalegu samstöðu bóndans og
verkamannsins. Það er innlendi markaðurinn fyrir landbúnaðar-
vörurnar, þar sem söluaukning eða sölutregða, haldast nákvæmlega
í hendur við vaxandi eða rýrnaandi kaupgetu alls þorra fólks
í bæjunum.
Dæmin um það eru svo deginum ljósari að mörgum mun finn-
ast sem borið sé í bakkafullan lækinn, að ræða það mál einu
sinni enn. Enda skulu fá orð látin nægja.
Allir þeir, sem komnir voru á þroskaaldur fyrir tveim ára-
tugum muna kreppuna þá, er nokkur hluti af framleiðslu land-
búnaðarins hrúgaðist upp óseljanlegur bæði innanlands og erlendis
Þetta tókst þá að laga að nokkru með pólitísku samstarfi, sem
komst á milli bændanna annarsvegar og vinnustétta bæjanna
hins vegar og leiddi af sér betri kjör fyrir báða. Það samstarf
fór síðar út um þúfur, og þegar styrjöldin kom bægði hún frá
nýrri sölukreppu.
Þegar aftur var byrjað að þhengja kosti neytencLa eftir