Réttur - 01.01.1955, Blaðsíða 36
36
RÉTTUR
hver sá, sem þannig fer að, hugsi á heimspekivísu. Þetta er reynd-
ar ekki heimspeki í fyllsta skilningi þess orðs, en hún er þá ekki
langt undan.
ER VERÖLDIN TÁLSÝN EÐA STAÐREYND?
Hér að framan hefur verið lýst í fáum dráttum skilningi marx-
ismans á hlutverki og sviði heimspekinnar, og á þeim skilningi
er ritið Forn og ný vandamál einnig reist.
I fyrstu tveim köflunum er fjallað um höfuðviðfangsefni allr-
ar heimspeki, þ.e. tilvist og þekkjanleik hins ytra heims eða
hlutveruleikans. Eg skal ekki fjölyrða mjög um þau atriði, með
því að ég hef vikið að þessum köflum bókarinnar áður*), en
ekki verður þó hjá því komizt að drepa hér nokkuð á þau. Og
þá er fyrsta spurningin þessi: Er hlutveruleikinn, þessi ytri veru-
leiki, sem við gerum ósjálfrátt ráð fyrir í allri daglegri hugsun
okkar og starfi, í raun og veru til? A hann sér sjálfstæða tilvist
óháða vitund manns og hugsun? Efnishyggjan geldur jáy rði við
þessari spurningu, en hughyggjan neitar henni eða dregur svarið
í fullkominn efa.**)
Spurning sú, er að ofan greinir, varðar aðalundirstöðuatriði
heimspeki og mannlegrar þekkingar. Engin heimspekikennir.g
getur komizt hjá að svara henni, og svarið hlýmr að verða
annað tveggja, játandi eða neitandi, efnishyggja eða hughyggja.
Reyndar hafa ýmsir þótzt finna einhverja „þriðju leið", en með
því að hún er ekki til, hefur aldrei verið þar um annað að ræða
en órökrænt samsull óskyldra sjónarmiða eða gamla hughyggju-
uppsuðu með nýstárlegu orðaflúri. Og er svipað um það að segja
og hina svo-nefndu „þriðju leið" milli sósíalisma og auðvalds í
stjórnmálum nútímans.
Að því er rökleiðsluna varðar, eiga efnishyggjan og hughyggj-
an samleið nokkuð áleiðis, í ákveðinn áfangastað, ef svo má segja.
* I’jóðviljinn 15. des. 1954.
** Ég ræði hór einkum um hina huglægu hughyggju, enda er hún nú mest
í tízku, og hin hlutlæga hughyggja, sem gerir ráð fyrir, að hlutveru-
leikinn sé sköpunarverk einhvers æðri anda, eða guðs, á í því meira
skylt við trúarbrögð en heimspeki.