Réttur - 01.01.1955, Blaðsíða 63
Eugene Debs
eftir Stephan G. Stephansson
(Kvœðið prentað hér í tilefni af aldarafmceli
Debs 5. nóv. 1955, en var ort 1918, er dómurinn
féll yfir honum).
[Eugene Victor Debs var fæddur 5. nóvember 1855 í Terre
Haute í Indiana-fylki í Bandaríkjunum. Er því öld liðin frá fæð-
ingu hans um þessar .mundir. 14 ára gamall fór hann að vinna
við að kynda járnbrautir, tók snemma þátt í samtökum kyndara
meðal járnbrautarverkamanna, varð ritstjóri blaðs þeirra og ritari
félagsskapar þeirra. 1893 varð hann forustumaður heildarsamtaka
járnbrautarverkamanna, American Railway Union, og stjómaði
þeim samtökum þeirra í hinni miklu viðureign við Pullmann-
auðhringinn 1894, en það var mesta verkfall, sem háð hafði verið
í Bandaríkjunum fram til þess tíma.
Matthías Jochumsson segir frá verkfalli þessu í greinum sín-
um um ástandið í Bandaríkjunum (í „Stefni“ 1894) og vitnar
þá í bók William Stead „Ef Kristur kæmi til Chicago-borgar" og
segir: „Þar lýsti hann með dæmafárri dirfsku, hversu sérplægnin
og auðvaldið halda þar öllu frelsi í helgreipum .... Rétt er
þar allsengan að fá, allt er háð auðmönnunum: dagblöðin, at-
kvæðin, dómstólarnir, borgarráðið og hávaðinn af kirkjunum
líka.“
Auðmannavaidinu tókst með tilstyrk hersins að brjóta verk-
fall járnbrautarverkamanna á bak aftur og Eugene Debs var
dæmdur í sex mánaða fangelsi. Matthías Jochumsson endar grein-
ina, er hann hefur lýst ósigri verkamanna með því að lýsa hroka
auðvaldsins: „Er það haft eftir Pullman að þar mætti sjá, hvert