Réttur - 01.01.1955, Blaðsíða 37
RÉTTUR
37
Hvortveggja stefnan viðurkennir, að öll þekking vor og vit-
neskja sé runnin frá skynjunum, beint eða óbeint. En þar skilur
leiðir. Hughyggjumennirnir telja ókleift og óleyfilegt að halda
lengra, en fulltrúar efnishyggjunnar álíta það bæði skylt og fært.
Hughyggjusinnarnir líta á skynreyndirnar sem endimörk og
yztu þröm veruleikans, gera úr þeim garð, er skilur manninn frá
umheiminum og lokar hann inni í sjálfum sér. Yfir þennan
þröskuld sé óleyfilegt að stíga, og vér getum aldrei vitað, hvort
nokkuð sé hinumegin, vísast sé þar ekkert, kannski einhver óskil-
greinanlegur óskapnaður. Með því að gera skynjanirnar að slík-
um kínamúr milli manns og umhverfis hefur hughyggjumaður-
inn kippt burt ytri orsökum þeirra, honum er það eitt eftirskilið
að leita upptaka þeirra í sjálfinu, og þá er ekki lengur til neinn
viðhlítandi mælikvarði til að greina á milli blekkinga og raun-
veruleika, skynvillu og sannra skynreynda. Efnishyggjumað-
urinn lítur ekki á skynjanirnar sem ósigrandi leiðartálma milli
manns og ytra umhverfis, heldur sem brú milli mannshugans
og hlutveruleikans. Um þessa brú er oss komin beint eða óbeint
öll vitneskja um hið ytra umhverfi, um aðra einstakhnga og
vorn eigin líkama. Oll viðbrögð vor og líf eru reist á henni. Þetta
er sameiginleg afstaða efnishyggjunnar og allra vísinda — og
óumdeild forsenda í daglegu lífi okkar og hegðun.
En hughyggjan lætur sig það litlu varða. Hún viðurkennir
kannski, að þessu sýnist svo farið, að svona virðist þetta á yfir-
borðinu, en í reynd þekkjum vér aðeins skynjanirnar, þær séu
hinzta uppspretta vitneskju vorrar, og óleyfilegt sé með öllu að
gera ráð fyrir einhverjum óháðum hlutveruleika bak við þær.
Sá „hlutveruleika''-heimur, sem vísindin og dagleg vitund vor
geri ráð fyrir, sé í reynd ekki annað en kerfi eða samstæður,
ákveðinna skynreynda, sem vér gerum í heimildarleysi að sjálf-
stæðum ytri veruleika.
Undirstöðusjónarmið hinnar huglægu hughyggju hefur jafnan
verið, að það að vera til væri sama og að vera skynjaður (eða
„esse est percipi", eins og Berkeley orðaði það), að ekki væri
unnt að gera ráð fyrir neinum „ytra heimi" eða „raunveruleika",
nema í órofa sambandi við skynjandi og hugsandi verur. Þetta sjón-