Réttur - 01.01.1955, Blaðsíða 104
104
RÉTTUR
skal bent á enn, sem er að verða viðurkennt um heim allan.
Markaðir í löndum sósíalismans eru hinir tryggustu sem fást,
vegna þess, að þar sem hann ríkir, hefur markaðsvandamálið
verið leyst á þann hátt að hugsað er um að framleiða til að upp-
fylla þarfir fólksins en ekki til að skapa einstaklingsgróða. Þess
vegna þekkist þar ekki hið alkunna fyrirbæri auðvaldsbeimsins,
offramleiðsla vegna markaðsleysis annarsvegar og skortur vegna
kaupgetuleysis hins vegar. Þess vegna keppa nú Vestur-Evrópu-
þjóðir eftir að vinna þá markaði fyrir sig.
Gróði kapítalismans á landbúnaðinum
Nokkuð hefur nú verið sýnt fram á, hve mikil verkefni eru
hér óunnin til að byggja upp fullkominn landbúnað er fullnægt
geti eftirtöldum þrenns konar hlutverkum. í fyrsta lagi að tryggja
hraðfjölgandi þjóð nægar landbúnaðarvörur til neyzlu. í öðru
lagi að skapa þær gjaldeyristekjur, sem ástæður leyfa með út-
flutningi alls þess vörumagns, sem hægt er að framleiða yfir
innanlandsþörf. Og í þriðja lagi að skapa því fólki, er við þessa
framleiðslu vinnur, efnahagsafkomu sambærilega við aðrar fram-
leiðslustéttir. Sýnt hefur verið fram á að rækta þarf a. m. k.
30—40 þús. ha. á þeim býlum sem nú eru í byggð til þess að
framleiðsluskilyrði þeirra geti talist í sæmilegu lagi. Enn fremur
eru óreistar mjög miklar byggingar, eigi að vera hægt að reka
búskap á þeim framvegis. Og síðast en ekki sízt þarf að reisa og
rækta auk þessa 120—150 nýbýli á ári ef fækkun landbúnaðar-
fólksins á ekki að verða framvegis jafn fastur liður í þróun þjóð-
lífsins og verið hefur undanfarna áratugi miðað við fólksfjöldann
í framhaldi af þessu hefur verið bent á, að mjög mikla fjárfest-
ingu þarf til að koma þessu í framkvæmd.
En auk hinna beinu bygginga og ræktunarframkvæmda er vit-
anlega annað, er siglir í kjöifar slíkrar þróunar. Það er vaxandi
kostnaður bæði í sambandi við vélakaup og einnig rekstrarkostn-
aður í formi hverskonar rekstrarvara s. s. olíu og benzíns, sem
nú eru að verða einn af stærstu útgjaldaliðum flestra þeirra
búnaðarfyrirtækja, sem komin eru á véltæknisstigið að verulegu
ráði. Þetta er hin eðlilega þróun þar sem véltæknin leysir manns-
i