Réttur - 01.01.1955, Blaðsíða 124
124
RÉTTUR
Auguste Cornu: Karl Marx
und Friedrich Engels —
Leben und Werk, I. (Marx
og Engels, ævi og starf).
Aufbau-Verlag Berlín 1954.
Höfundur rits þessa er kunnur
franskur lærdómsmaður, sem
margt hefur ritað um marxisma
og æviferil þeirra Marx og Eng-
els, einkum þó æskuverk þeirra.
Hann starfar nú sem prófessor
við Berlínarháskóla. Þetta er, eins
og titillinn ber með sér, aðeins 1.
bindi og nær til 1844, er þeir
Marx og Engels höfðu kynnzt og
borið saman bækur sínar — og
kalla má, að kenning þeirra hafi
verið mótuð í megindráttum. Rit
þetta er á allan hátt hið fróðleg-
asta og bætir upp og leysir að
nokkru af hólmi ævisögur þeirra
Fr. Mehrings (um Marx) og G.
Mayers (um Engels), enda þær
bækur torfengnar nú sem stend-
ur.
George Lukacs: Beitráge
zúr Geschichte der Ásthetik
(Þættir um sögu fagur-
fræðinnar). Aufbau-Verlag
Berlín 1954.
Höfundur þessa rits mun ýms-
um lesendum Réttar kunnur.
Hann er einn lærðasti og færasti
marxisti núlifandi, er ritar um
bókmenntir, og ýmissa bóka hans
hefur verið getið hér í ritfregn-
um. Bók sú, sem hér um ræðir,
er allmikil að vöxtum, á 5. hundr-
að bls. og er samsafn af ritgerð-
um um sögu fagurfræðinnar, sem
sumpart hafa birzt áður í tíma,-
ritum, en sumpart eru nýjar af
nálinni. Þarna eru m a. ritgerðir
um fagurfræðikenningar Schill-
ers (og Kants), Hegels og Tsjer-
nisjefskís, Vischers, Nietzsche og
Mehrings, og formáli, sem höf-
undur hefur ritað að úrvali
greina og athugasemda Marx og
Engels um þessi efni. Bókin er
samin af mikilli þekkingu og
djúpskyggni — og mjög tímabær.
G. W. Plechanof: Kunst
und Gesellschaft (listin og
þjóðfélagið). Dietz Verlag
Berlín 1955.
Flestir íslenzkir sósíalistar
munu kannast eitthvað við Plech-
anof, hinn kunna rússneska
marxista og fræðimann. Lenin
mat hann og verk hans mjög
mikils, enda þótt þeir bæru ekki
ávalt gæfu til pólitísks samþykk-
is. í þessari bók er safnað saman
öllum ritgerðum hans um listir og
bókmenntir, og taka þær yfir
meira en 1000 bls. Þarna eru m.a.
ritgerðir um hina efnalegu sögu-
skoðun og skilniné hennar á
stöðu, þróun og hlutverki listar-
innar, greinar um list frumstæðra
þjóða, franska leikritagerð og
málaralist á 18. öld, um rússnesk-
ar bókmenntir og bókmennta-
gagnrýni, ritgerð um H. Ibsen o.
fl. o.fl. Óþarft er að taka fram,
að rit þetta er á allan hátt hið
lærdómsríkasta.
Bela Fogarasi: Logik (rök-
fræði). Aufbau-Verlag Ber-
lin 1955.
Höfundur þessarar bókar er
kunnur ungverskur marxisti.
Bókin er ætluð sem háskóla-
kennslubók í rökfræði, en er þó
engan veginn miðuð við, að les-
endurnir ráði fyrirfram yfir mik-
illi þekkingu á því sviði, og því
sæmilega auðskilin öllum hugs-