Réttur - 01.01.1955, Blaðsíða 2
2
RÉTTUR
Venjulega er talið, að kalda stríðið hafi fyrst verið
boðað opinberlega með ræðu þeirri, er Churchill hélt í
marzmánuði 1946 í bænum Fulton í Bandaríkjunum.
Þessi ræða var í rauninni hálfopinber yfirlýsing af hálfu
hinna engilsaxnesku stórvelda um, að þau væru horfin
frá hinni vinsamlegu stefnu í garð sósíalistískra ríkja,
er ríkt hafði á stríðsárunum og einkum var mótuð af
Roosevelt forseta, og mundu framvegis neyta aflsmunar í
viðskiptum sínum við sósíalistísku ríkin, taka upp pólitík
hins sterka, eins og það er kallað. Churchill var að vísu
ekki við völd í Bretlandi, er hann hélt ræðuna, en hann hafði
samt mjög mikil áhrif á utanríkisstefnu Bretlands, og
nærvera Trumans forseta, er ræðan var flutt, átti að sýna
öllum heimi, að Bandaríkin legðu blessun sína yfir boðskap
Churchills, enda hafði spurzt, að Churchill hefði rætt efni
ræðu sinnar við forsetann fyrir fram og þeir orðið á
eitt sáttir.
Til þess að skapa Engilsöxum það vald, er með þyrfti,
til að þeir gætu komið fram vilja símrni, við hvern sem var
að eiga, lagði Churchill til, að Bretar og Bandaríkjamenn
héldu áfram hinu nána samstarfi, er verið hafi með þeim
á stríðsárunum, og efldu það jafnvel enn og gerðu það
víðtækara. Með því að þessi tvö ríki legðu þannig saman
krafta sína mundi skapast vald, sem enginn fengi rönd
við reist, einkum þar sem þau gætu einokað kjarnorku-
sprenguna enn um mörg ár, en þegar að því kæmi, að
Ráðstjórnarríkin gætu framleitt slíkt vopn, mundu hin
engilsaxnesk ríki geta haft öruggt forskot. Og hlutverk
þessarar voldugu engilsaxnesku stórveldasamsteypu var
samkvæmt boðskap Churchill, sem að vísu var hjúpaður
diplómatísku orðalagi, hvorki meira né minna en það að
endurreisa kapítalismann í löndum Ráðstjórnarríkjanna
og í alþýðulýðveldunum — austan járntjalds, eins og hann
orðaði það.Ef Ráðstjórnarríkin slægju ekki undan í tíma,
sættu sig t. d. við, að kapítalisminn yrði endurreistur í
alþýðulýðveldunum, ættu þau yfir höfði sér atómsstríð.