Réttur - 01.01.1955, Blaðsíða 61
RÉTTUR
61
Það er stefnt að alhliða þróun hans og þroska, og skapandi starf
hans sjálfs er eina færa leiðin að því marki.
En marxisminn leiðir oss ekki eingöngu til gleggri skilnings
á siðgæðinu, sögulegum rökum þess og hlutverki í samfélaginu.
Hann stefnir jafnframt að frekari þróun þess og fullkomnun.
Með sigri sósíalismans hverfur arðrán allt, stétta- og þjóðakúgun
og þær sundurleitu siðferðishugmyndir, sem því fylgdu. Sameig-
inlegur hagur, samstarf og eining þegnanna koma í stað þeirrar
sundrungar, er áður ríkti, og siðgæðið mun mótast af því.
Eg veik að því hér að framan, að borgaraleg fræðimennska
hefði staðfest mikið djúp milli fræðanna um mannlegt samfélag
annars vegar og náttúruvísir.danna hins vegar. En svipuð klofn-
ing segir til sín á hvoru sviðinu fyrir sig, ekki sízt að því er félags-
vísindin varðar. Þar eru hinar ýmsu greinar slitnar úr tengslum
hver við aðra, siðfræðin frá félagsfræðinni og hagfræðin frá
hvorum tveggju o. s. frv. Sá, sem hefur tileinkað sér þessi sjónar-
mið, líkist einna helzt eins konar dragkistu með mörgum hólfum
eða skúffum; í hverri skúffu er svo það, sem tilheyrir viðkom-
andi grein. Ef spurt er t. d. um eitthvert hagfræðilegt atriði,
dregur viðkomandi út hagfræðiskúffuna. Langi spyrjandann jafn-
framt til að heyra eitthvað um þetta atriði frá félagsfræðilegu eða
siðfræðilegu sjónarmiði, eykst vandinn. Skúffumaðurinn segir
það allt annað mál og óskylt - og vísar þá ýmist til annarra, eða
dregur út viðkomandi skúffu í dragkistunni sinni; en í báðum
tilfellum reynist að jafnaði erfitt að finna nokkur tengsl eða
hcildarsamhengi.
Hin díalektiska efnishyggja lítur aftur á móti á hlutveruleik-
ann sem eina heild, þar sem hin ólíku stig eru í tengslum sín á
milli, allt um þann eðlismun, sem á þeim kann að vera. Heimur-
inn er einn, sagan ein — saga náttúrunnar og þjóðfélagsins. Það
er þetta sjónarmið um einingu hins sundurleita, tengsl þess ólíka,
hið almenna í hinu sérstaka, sem eitt er þess umkomið að vinna
bug á sundrung þeirri og tætingslegum viðhorfum, sem áður er á
minnzt. „Forn og ný vandamál” eru mikilsvert framlag í því skvni,