Réttur


Réttur - 01.01.1955, Page 61

Réttur - 01.01.1955, Page 61
RÉTTUR 61 Það er stefnt að alhliða þróun hans og þroska, og skapandi starf hans sjálfs er eina færa leiðin að því marki. En marxisminn leiðir oss ekki eingöngu til gleggri skilnings á siðgæðinu, sögulegum rökum þess og hlutverki í samfélaginu. Hann stefnir jafnframt að frekari þróun þess og fullkomnun. Með sigri sósíalismans hverfur arðrán allt, stétta- og þjóðakúgun og þær sundurleitu siðferðishugmyndir, sem því fylgdu. Sameig- inlegur hagur, samstarf og eining þegnanna koma í stað þeirrar sundrungar, er áður ríkti, og siðgæðið mun mótast af því. Eg veik að því hér að framan, að borgaraleg fræðimennska hefði staðfest mikið djúp milli fræðanna um mannlegt samfélag annars vegar og náttúruvísir.danna hins vegar. En svipuð klofn- ing segir til sín á hvoru sviðinu fyrir sig, ekki sízt að því er félags- vísindin varðar. Þar eru hinar ýmsu greinar slitnar úr tengslum hver við aðra, siðfræðin frá félagsfræðinni og hagfræðin frá hvorum tveggju o. s. frv. Sá, sem hefur tileinkað sér þessi sjónar- mið, líkist einna helzt eins konar dragkistu með mörgum hólfum eða skúffum; í hverri skúffu er svo það, sem tilheyrir viðkom- andi grein. Ef spurt er t. d. um eitthvert hagfræðilegt atriði, dregur viðkomandi út hagfræðiskúffuna. Langi spyrjandann jafn- framt til að heyra eitthvað um þetta atriði frá félagsfræðilegu eða siðfræðilegu sjónarmiði, eykst vandinn. Skúffumaðurinn segir það allt annað mál og óskylt - og vísar þá ýmist til annarra, eða dregur út viðkomandi skúffu í dragkistunni sinni; en í báðum tilfellum reynist að jafnaði erfitt að finna nokkur tengsl eða hcildarsamhengi. Hin díalektiska efnishyggja lítur aftur á móti á hlutveruleik- ann sem eina heild, þar sem hin ólíku stig eru í tengslum sín á milli, allt um þann eðlismun, sem á þeim kann að vera. Heimur- inn er einn, sagan ein — saga náttúrunnar og þjóðfélagsins. Það er þetta sjónarmið um einingu hins sundurleita, tengsl þess ólíka, hið almenna í hinu sérstaka, sem eitt er þess umkomið að vinna bug á sundrung þeirri og tætingslegum viðhorfum, sem áður er á minnzt. „Forn og ný vandamál” eru mikilsvert framlag í því skvni,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.