Réttur - 01.01.1955, Blaðsíða 121
Bókafregnir
FORBIDDEN FREEDOM.
Xhe Story of British Gui-
ana by dr. Cheddi Jagan
Bls. 96. Útg. Lawrence &
Wishart London 1954.
Bók þessi er skrifuð af dr. C.
Jagan fyrrv. forsætisráðherra
Guiana, en flokkur hans, The
Progressive People’s Party, vann
yfirgnæfandi meirihluta á þingi
landsins í kosningum, sem háðar
voru fyrir nokkrum árum eftir
nýrri stjórnarskrá, er gaf alþýðu
manna í fyrsta skipti rétt til al-
mennrar kosningaþátttöku.
Stjórn, dr. Jagans var, sem
kunnugt er, vikið frá völdum
með ofbeldi af brezkum stjórn-
arvöldum.
Bók þessi er ekki aðeins snjöll
og markviss vörn fyrir stefnu
stjórnarinnar, heldur gefur hún
lesandanum glögga sýn yfir at-
vinnuástand landsins — sykurein-
okun brezku auðhringanna —
menningarástandið, lífskjör al-
þýðunnar, skipulagningu verka-
lýðshreyfingarinnar og stjórn-
málaviðhorfið.
Stjórn dr. Jagans var í fyllsta
máta lyðræðisleg rikisstjórn með
verkalýðshreyfingu landsins að
aðalbakhjarli. Verkefni hennar
var fyrst og fremst að losa
um þá hlekki, sem fastast bundu
þessa íátæku nýlenduþjóð við
brezka nýlenduauðvaldið, sem
um aldaraðir hafði haldið þjóð-
inni í örbirgð og menningarleysi
og sýnt í engu líkur á að slaka
til — En þótt umbótatillögur
stórnarinnar gætu í fæstum til-
fellum talizt róttækar að sínu
leyti, fremur en t. d. umbótatil-
lögur Beveridge á sínum tíma,
snertu þær þó það hagsmuni
brezkra og amerískra auðhringa,
að sjálf brezka stjórnin hikaði
ekki við að ganga á bak allra
sinna mörgu og fögru orða um
sjálfsákvörðunarrétt nýlendu-
þjóðanna og sendi her á vettvang
til að reka þessa löglega kjörnu
stjórn frá völdum.
Atburður þessi er ljós sönnun
um það, hversu erfitt er að
treysta fögrum og fjálglega orð-
uðum yfirlýsingum borgaralegra
ríkisstjórna, ef þær koma ein-
hvern tíma til með að stangast á
við hagsmuni sterkra einokunar-
hringa eða máttarstólpa viðkom-
andi þjóðfélaga. Er þessi aðför
brezku ríkisstjórnarinnar að lög-
legri stjórn einn ljótasti blettur-
inn á r.ýlendusögu stórveldanna
á síðustu árum, og er það því vel
þess virði, að menn kynni sér þau
rök, sem fram eru borin í þess-
ari bók.