Réttur - 01.01.1955, Blaðsíða 90
90
RÉTTUR
sjóðsins. Þegar lögin tóku gildi 1947 var hámarkslán til íbúðar
sett kr. 45.000,00. Hélzt það íram yfir gengislækkunina 1950.
Eftir það var þetta hámark hækkað upp í kr. 60.000,00 og hefir
fjárskortur komið í veg fyrir frekari hækkun.
Sé litið á hækkun byggingarvísitölunnar á þessum árum, sézt
þetta greinilega. En hún er, sem kunnugt er reiknuð út af hag-
stöfu íslands eftir byggingarkostnaði í Reykjavík.
Eftirfarandi tafla sýnir hana undanfarin ár.
Þótt e. t. v. megi reikna ýmsan
vinnukostnað eitthvað lægri í sveit-
um, svo og eftirlit, þá vegur ýmis-
legt svo sem meiri flutningskostn-
aður o. fl. nokkuð þar á móti. Og
vitanlega breytir slíkt á engan hátt
hlutföllum vísitölunnar frá ári til
árs. En á henni sézt að síðan 1947
hefir byggingarkostnaður hækkað
svo að segja um helming. Miðað
við 45 þús. kr. hámarkslánin, sem
veitt voru 1947 hefðu því lánin 1954
þurft að vera 85—90 þús. kr. til
Ár Byggingarvísit.
1946
1947
1948
1949
1950
1951
1952
1953
1954
388
434
455
478
527
674
790
801
835
þess að vera sambærileg. En þau eru nú að upphæð aðeins 60 þús.
kr. Svo mikið vantar á að lánsupphæðirnar fylgi verðbólgunni.
Ræktunarsjóðurinn er önnur aðalstofnlánadeild landbúnaðarins
í Búnaðarbankanum. Samkvæmt lögum er hlutverk hans það,
að veita lán til hverskonar ræktunarframkvæmda, gripahúsa-
bygginga, geymsluhúsa, vélakaupa, og enn fremur félagslegra
framkvæmda s.s. almenningsþvottahúsa, sláturhúsa o. fl.
Á þessu sézt að hlutverk hans mjög víðtækt. Ræktunarsjóður
var stofnaður 1925 og er því eldri en Byggingarsjóðurinn.
Vextir af lánum hans eru nú 2V2%* og lánin veitt til 20 ára. Er
því afgjald þeirra mun hærra en í byggingarsjóði eða 6,4 % .
Árin 1925—1947 voru veitt úr Ræktunarsjóði samtals 2944 lán til
ýmiskonar framkvæmda. Samanlögð upphæð þessara lána var
8.287 þús. kr. Reyndist starfsemi sjóðsins mörgum mikilsverð
hjálp á þessum árum. En með nýju lögunum, sem mjög
* Síðan þetta var skrifað hefir Alþingi hækkað vextina með
lögum.