Réttur - 01.01.1955, Blaðsíða 96
96
RÉTTUF
Skal þá fyrst sýnt fram á hve óhagstætt það er fyrir stofnun
sem á að fjármagna uppbyggingu atvinnuvegar eins og land-
búnaðar okkar, að starfa svo mikið eða miklu meira með lánsfé.
Einkum verður þetta tilfinnanlegt, þegar hvortveggja fer saman,
að framkvæmdirnar þurfa bæði löng lán og vaxtalág, en innláns-
vextir til stofnunarinnar eru lögfestir mjög háir.
En svo er einmitt hér. Landbúnaður er þess eðlis bæði hér og
annarsstaðar, að hann þarf bæði löng og vaxtalág stofnlán til
þeirra framkvæmda, ræktunar og bygginga, sem eru grundvöllur
framieiðslunnar, og nú hafa verið ákveðnir mjög háir vextir 6 Vz %
af því fé sem á næstu árum verður aðallega notað tilað bæta úr
stofnlánaþörf hans en það er sá hluti Mótvirðissjóðs, sem honum
er ætlaður til stofnlána nú í annari umferð.
Þegar löginum Byggingarsjóð og Ræktunarsjóð voru sett,
var einmitt sérstaklega tekið tillit til þeirra þarfar landbúnað-
ins að fá vaxtalán stofnlán. Þess vegna voru vextirnir ákveðnir
2% í Byggingarsjóði og 2Vz% í Ræktunarsjóði. Voru það all-
miklu lægri vextir en áður höfðu tíðkast. í þessu var fólgin
viðurkenning Alþingis á rétti þessarar framleiðslu til að fá
stofnlán, án þess að verða ofurseld þerri fjárplógsstarfsemi,
sem háir vextir sannarlega eru. En síðan hefir margt breyzt
í íslenzku fjármálalífi. í sambandi við ýmiskonar opinberar
ráðstafanir s.s. gengislækkanir o. fl. enn fremur hina nýju
hersetu og framkvæmdir hverskonar á vegum hennar, hefir
meiri gróði safnast á fárra manna hendur en nokkru sinni fyrr
á þessu landi. Þetta fjármagn hefir leitað inn í atvinnulífið
sem lánsfé, ekki gegn um lánsstofnanir þjóðfélagsins nema að litlu
leyti, heldur hefir þróazt geysimikil einkalánastarfsemi, þar sem
helkalt gróðasjónarmið hefir verið sett ofar öllu öðru. Einkum
hefir það leitað og átt greiða leið í byggingarfrmkvæmdirnar.
m. a. vegna þess, að bankarnir hafa mjög dregið úr allri lána-
starfsemi til þeirra. í skjóli þess hefir sannanlega farið fram
hið ótrúlegasta okur gegn um einkalánastarfsemina, okur sem
fyrst og fremst birtist í gífurlegum afföllum á lánum þegar
í byrjun og okurvöxtum af því sem út er greitt. Á þessum