Réttur - 01.01.1955, Blaðsíða 52
52
RÉTTUR
Ýmsir hafa gerzt til þess aS túlka afstæðiskenninguna í hug-
hyggjustíl og draga af henni fjarstæðukenndar ályktanir. A það
ekki sízt við um ýmsa stæiðfræðiformála eða -reglur þessarar
kenningar, eins og t. d., að öll hnitkerfi séu jafngild. Þessi regla
er að sjálfsögðu í góðu gildi innan sinna stærðfræðilegu tak-
marka, en þegar henni er beitt á hlutveruleikann, þar sem or-
sakatengsl, þróun og saga koma til, verður annað uppi á ten-
ingnum. Annars yrðum við að viðurkenna, að kenningar þeirra
Kopernikusar og Ptolemeusar um sólkerfið væru jafnréttar — og
að segja mætti með sama rétti, að t. d. blýanturinn minn félli nið-
ur á borðið og að borðið kæmi til móts við hann. Eins hefur
því verið haldið fram, að þar sem vér gætum ekki mælt hreyf-
ingu, tíma eða rúm nema með viðmiðun, sem jafnan væri af-
stæð, ættu þessi fyrirbrigði sér ekki hlutverulega tilvist. Slíkt er
vitanlega fjarri lagi. Þótt mælingar vorar á þessum fyrirbærum
séu afstæðar, breytist eftir afstöðu og viðmiðun, getur það eng-
an veginn hnekkt tilvist þeirra. Ef hreyfingin væri hinsvegar
ekki hlutveruleg og óháð öllum mælingum, gæti afstaða hlut-
anna sín á milli ekki breytzt, og enginn afstæð hreyfing heldur
átt sér stað. Hreyfing, rúm og tími eru tilveruháttur og tilveru-
form efnisins og tilvist þeirra jafn raunveruleg og skilorðslaus
og tilvist þess.
Spurningin um endanleik eða óendanleik jafnt rúms sem tíma
hefur oft komizt á dagskrá, bæði í vísindum og heimspeki, og
mörgum orðið villugjarnt á þeim slóðum. Hér er við mikil vand-
kvæði að etja og áríðandi að beita díalektiskum skilningi, svo sem
höfundur sýnir rækilega fram á. Hin díalektiska efnishyggja lítur
ekki á endanleika og óendanleika sem algerðar, sundurgreindar
andstæður, sem útiloki hvor aðra, heldur sem andstæð skaut día-
lektiska einingu, þar sem endanleikinn er í óendanleikanum og
öfugt. Alheimurinn er óendanlegur í rúmi og tíma og í sífeldri
breytingu sinni og þróun, en einstakir hlutir og fyrirbæri eru
takmörkum bundin og endanleg, veröldin er sem sé hvorttveggja
í senn óendanleg og endanleg.
Margskonar hugsmíðar um endanlegan heim, jafnt í rúmi sem
tíma, hafa komið fram á síðari árum, einkum í sambandi við