Réttur


Réttur - 01.01.1955, Page 52

Réttur - 01.01.1955, Page 52
52 RÉTTUR Ýmsir hafa gerzt til þess aS túlka afstæðiskenninguna í hug- hyggjustíl og draga af henni fjarstæðukenndar ályktanir. A það ekki sízt við um ýmsa stæiðfræðiformála eða -reglur þessarar kenningar, eins og t. d., að öll hnitkerfi séu jafngild. Þessi regla er að sjálfsögðu í góðu gildi innan sinna stærðfræðilegu tak- marka, en þegar henni er beitt á hlutveruleikann, þar sem or- sakatengsl, þróun og saga koma til, verður annað uppi á ten- ingnum. Annars yrðum við að viðurkenna, að kenningar þeirra Kopernikusar og Ptolemeusar um sólkerfið væru jafnréttar — og að segja mætti með sama rétti, að t. d. blýanturinn minn félli nið- ur á borðið og að borðið kæmi til móts við hann. Eins hefur því verið haldið fram, að þar sem vér gætum ekki mælt hreyf- ingu, tíma eða rúm nema með viðmiðun, sem jafnan væri af- stæð, ættu þessi fyrirbrigði sér ekki hlutverulega tilvist. Slíkt er vitanlega fjarri lagi. Þótt mælingar vorar á þessum fyrirbærum séu afstæðar, breytist eftir afstöðu og viðmiðun, getur það eng- an veginn hnekkt tilvist þeirra. Ef hreyfingin væri hinsvegar ekki hlutveruleg og óháð öllum mælingum, gæti afstaða hlut- anna sín á milli ekki breytzt, og enginn afstæð hreyfing heldur átt sér stað. Hreyfing, rúm og tími eru tilveruháttur og tilveru- form efnisins og tilvist þeirra jafn raunveruleg og skilorðslaus og tilvist þess. Spurningin um endanleik eða óendanleik jafnt rúms sem tíma hefur oft komizt á dagskrá, bæði í vísindum og heimspeki, og mörgum orðið villugjarnt á þeim slóðum. Hér er við mikil vand- kvæði að etja og áríðandi að beita díalektiskum skilningi, svo sem höfundur sýnir rækilega fram á. Hin díalektiska efnishyggja lítur ekki á endanleika og óendanleika sem algerðar, sundurgreindar andstæður, sem útiloki hvor aðra, heldur sem andstæð skaut día- lektiska einingu, þar sem endanleikinn er í óendanleikanum og öfugt. Alheimurinn er óendanlegur í rúmi og tíma og í sífeldri breytingu sinni og þróun, en einstakir hlutir og fyrirbæri eru takmörkum bundin og endanleg, veröldin er sem sé hvorttveggja í senn óendanleg og endanleg. Margskonar hugsmíðar um endanlegan heim, jafnt í rúmi sem tíma, hafa komið fram á síðari árum, einkum í sambandi við
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.