Réttur - 01.01.1955, Blaðsíða 13
RÉTTUR
13
sú braut verði auðfarin fyrst í stað. Hin ofstækisfullu
stríðsæsingaöfl munu eftir megni velta steinum í þá götu.
En ef friðaröflin í heiminum standa vel á verði og fylgja
eftir hinum miklu sigrum sínum, má búast við, að dragi
úr viðsjám í alþjóðamálum.
Fróðlegt er nú eftir á að athuga í ljósi reynslunnar mat
vesturveldanna á sigurmöguleikum sínum við upphaf
kalda stríðsins.
I fyrsta lagi. Vesturveldin treystu því, að þau mundu
ekki aðeins halda efnahagslegum yfirburðum sínum yfir
hin stríðshrjáðu Ráðstjórnarríki og alþýðulýðveldi, held-
ur auka þá%
Dómur reynslunnar er á aðra lund. Vestur-Evrópu hef-
ur gengið mjög seinlega að reisa við efnahag sinn eftir
stríðið þrátt fyrir amerískar blóðgjafir og stóraukið arð-
rán á nýlendunum. Efnahagslíf Bandaríkjanna, sem stóð
með hinum mesta blóma í stríðslok, hefur þróazt skrykkj-
ótt og sýnt alvarleg kreppumerki. 1949 og framan af ári
1950 átti sér stað alvarlegur samdráttur í framleiðslunni
þrátt fyrir hinn mikla útflutning, er Marshallhjálpin hafði
í för með sér. En þá hófst Kóreustyrjöldin, og hinn stór-
aukni vígbúnaður hleypti nýju lífi í iðnaðinn. Árið 1953
náði iðnaðarframleiðslan þó í fyrsta sinn sama magni
og 1943, þegar framleiðsla stríðsáranna var mest.
Efnahagslíf Ráðstjórnarríkjanna hefur hins vegar sýnt
örugga, hraða þróun, meira að segja mun hraðari en
fyrir stríð. Á síðastl. fimm árum, tímabili síðustu 5-ára-
áætlunarinnar, hefur iðnaðarframleiðslan t. d. aukizt um
70%. Atvinnulíf alþýðulýðveldanna hefur einnig sýnt heil-
brigði og mikinn vaxtarhraða. Tilraunir vesturveldanna til
að kyrkja atvinnulíf sósíalistísku landanna með viðskipta-
banni hafa algerlega mistekizt. Þessi lönd hafa tekið upp
mikil og greið viðskipti innbyrðis. Það hefur skapazt nýr
alþjóðlegur markaður, sem hefur þrátt fyrir öll bönn náð
til æ fleiri landa, fyrst og fremst þó til Kína, hins nýja
stórveldis í hópi sósíalistískra ríkja. Nú er svo komið, að