Réttur - 01.01.1955, Blaðsíða 117
RÉTTUR
117
Vart mun sá bóndi finnanlegur, sem ekki viðurkennir að
þarna hafi verið svo vel á málum haldið fyrir bændastéttina, að
slíka viðurkenningu á rétti sínum til launa á borð við aðrar hlið-
stæðar stéttir hafi hún aldrei fengið fyrr. En gleggsta dæmið um
það hve lítið hinum pólitísku andstöðuflokkum sósíalista var gefið
um þessa lausn málsins, er það að þeir hafa tæpast reynt að eigna
sér árangurinn af henni.
Annað dæmi um árangur af starfi sósíalistaflokksins í þágu
landbúnaðarins eru lögin um Landnám nýbyggðir og endui'bygg-
ingar í sveitum og lögin um Ræktunarsjóð sem fyrr eru nefnd.
Fyrr í þessari grein, er sýnt fram á það hvernig sú löggjöf hefir
brotið blað í framkvæmdasögu landbúnaðarins, og skal ekki
endurtekið. En ekki er víst að öllum sé jafnvel kunnugt um það,
að það var sósíalistaflokkurinn sem flutti þau mál inn í þingið,
þegar hann var kominn þar til áhrifa og orðinn þátttakandi í
ríkisstjórn, og á þeim tillögum, er hann flutti þá, er löggjöfin
eins og hún var samþykkt í aðalatriðum byggð. Báðir hafa
núverandi stjórnarflokkar reynt að eigna sér heiðurinn af þessari
löggjöf, og víst skal það viðurkennt að til þess að fá málin
samþykkt, þurfti aðstoðar fleiri manna enn sósílistanna einna.
En þeir sem að þessum málum unnu eru þess fullvel minnugir að
sú aðstaða var fyrst í té látin þegar sýnt var hve málin voru
vinsæl, að ekki varð lengur spyrnt á móti framgangi þeirra. Þess
vegna má hiklaust fullyrða, að þau hefðu aldrei náð fram að
ganga, ef Sósíalistaflokknum hefði ekki vaxið svo fylgi að hann
hlaut 10 þingsæti 1944 og átti sæti í ríkisstjórn árin 1944 — 1946.
Þá hefði íslenzkur landbúnaður farið á mis við þá uppbyggingar-
starfsemi sem gerzt hefir samkvæmt þessari löggjöf og fyrr er
lýst. Nú þykjast hins vegar báðir þess umkomnir að draga
stórkostlega úr þeim hlunnindum er löggjöfin veitir með vaxta-
hækkuninni, sem samþykkt var á síðasta þingi, og gerð hefir
verið grein fyrir.
Þarflaust ætti að vera að nefna fleiri dæmi um heilbrigða
afstöðu sósílistaflokksins til landbúnaðarins og hagsmunamála
hans. Þó skal þess getið, að flokkurinn hefir veitt fullan stuðning
hverju því máli öðru, sem fram hefir komið, og miðað að því
að efla heilbrigða þróun landbúnaðarins. Þannig hefir það ætíð
verið þegar þurft hefir að útvega fjármagn til lánastarfseminnar.
Og tillögur þær er samþykktar voru fyrir rúmum tveimur árum