Réttur


Réttur - 01.01.1955, Blaðsíða 42

Réttur - 01.01.1955, Blaðsíða 42
42 RÉTTUR aðeins til sem þáttur hins einstaka og að sértakið (abstraktionin) á upptök sín í hinum hlutbundna veruleika. Þessháttar gleymska hefur leitt marga út á refilstigu hughyggjunnar. Það lætur að líkum, að menn hafa lengi hugsað á rökhyggju- vísu — meira og minna rétt —, áður en rökfræðin kom til skjal- anna. Enda er það ekki fyrr en á dögum Aristotelesar, að samd- ar eru almennar reglur um hin ýmsu form rökréttrar hugsunar — og þær settar í kerfi, sem staðið hefur lítt haggað til þessa dags. Frumhæfingar Aristotelesar eru oftast orðaðar eitthvað á þessa leið:#A er A, A er ekki ekki-A, A getur ekki verið bæði A og ekki-A í senn, eða svo öllu táknmáli sé sleppt, sama fyrirbærið er samt við sig — það er ekki eitthvað annað — og getur ekki verið hvort tveggja í senn, það sjálft og eitthvað annað; sami dómurinn er annaðhvort réttur eða rangur, en getur ekki verið hvorttveggja í einu. Þessi undirstöðulögmál rökfræðinnar kallast samsemdar- og mótsagnarlögmálið og lögmálið um annað tveggja.* Höfundur færir að því gild rök, að hér sé ekki um þrjár al- gerlega sjálfstæðar grundvallarreglur að ræða, heldur leiði hvað af öðru og sé þetta reyndar skilgreining í þrem liðum. En hvernig er þá unnt að koma saman og heim hinum hörðu markalínum formrökfræðinnar og sveigjanleika og blæbrigðum hlutveruleikans, samsemdarlögmálinu og breytileik fyrirbær- anna, setningunni um annað tveggja og fyrirbrigðinu „bæði og”, sem við rekumst svo oft á í lífinu. Getur formrökfræðin með öðrum orðum hent fullar reiður á hinum margslungna veruleika? Hver er afstaða hennar gagnvart díalektiskri rökhyggju og rökfræði og hver hlutdeild rökhyggjunnar í þekkingaröflun- inni? Hér er ekki unnt að svara þessum spurningum til minnstu hlítar né heldur að drepa á allt það, sem höfundur hefur þar til mála að leggja, en þó verður að fara um þetta örfáum orðum. * Hér er aðeins um að ræða undirstöðulögmál rökfræðinnar. Flestir hald- kvæmir dómar eru ekki sniðnir eftir reglunni A er A, heldur A er B, t. d. „Lubbi er hundur", „Blekið er blátt". Samsemdin nær hér aðeins til ákveðinna eiginda eða þátta, hins almenna í því einstaka o. s. frv.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.