Réttur - 01.01.1955, Blaðsíða 42
42
RÉTTUR
aðeins til sem þáttur hins einstaka og að sértakið (abstraktionin)
á upptök sín í hinum hlutbundna veruleika. Þessháttar gleymska
hefur leitt marga út á refilstigu hughyggjunnar.
Það lætur að líkum, að menn hafa lengi hugsað á rökhyggju-
vísu — meira og minna rétt —, áður en rökfræðin kom til skjal-
anna. Enda er það ekki fyrr en á dögum Aristotelesar, að samd-
ar eru almennar reglur um hin ýmsu form rökréttrar hugsunar —
og þær settar í kerfi, sem staðið hefur lítt haggað til þessa dags.
Frumhæfingar Aristotelesar eru oftast orðaðar eitthvað á þessa
leið:#A er A, A er ekki ekki-A, A getur ekki verið bæði A og
ekki-A í senn, eða svo öllu táknmáli sé sleppt, sama fyrirbærið
er samt við sig — það er ekki eitthvað annað — og getur ekki
verið hvort tveggja í senn, það sjálft og eitthvað annað;
sami dómurinn er annaðhvort réttur eða rangur, en getur ekki
verið hvorttveggja í einu. Þessi undirstöðulögmál rökfræðinnar
kallast samsemdar- og mótsagnarlögmálið og lögmálið um annað
tveggja.*
Höfundur færir að því gild rök, að hér sé ekki um þrjár al-
gerlega sjálfstæðar grundvallarreglur að ræða, heldur leiði hvað
af öðru og sé þetta reyndar skilgreining í þrem liðum.
En hvernig er þá unnt að koma saman og heim hinum hörðu
markalínum formrökfræðinnar og sveigjanleika og blæbrigðum
hlutveruleikans, samsemdarlögmálinu og breytileik fyrirbær-
anna, setningunni um annað tveggja og fyrirbrigðinu „bæði og”,
sem við rekumst svo oft á í lífinu. Getur formrökfræðin með
öðrum orðum hent fullar reiður á hinum margslungna veruleika?
Hver er afstaða hennar gagnvart díalektiskri rökhyggju og
rökfræði og hver hlutdeild rökhyggjunnar í þekkingaröflun-
inni? Hér er ekki unnt að svara þessum spurningum til minnstu
hlítar né heldur að drepa á allt það, sem höfundur hefur þar til
mála að leggja, en þó verður að fara um þetta örfáum orðum.
* Hér er aðeins um að ræða undirstöðulögmál rökfræðinnar. Flestir hald-
kvæmir dómar eru ekki sniðnir eftir reglunni A er A, heldur A er B, t. d.
„Lubbi er hundur", „Blekið er blátt". Samsemdin nær hér aðeins til
ákveðinna eiginda eða þátta, hins almenna í því einstaka o. s. frv.