Réttur - 01.01.1955, Blaðsíða 44
44
RÉTTUR
áorkan þeirra, greina á milli aðalatriða og aukaatriða, undirstöðu-
lögmáls og tilviljunarkenndrar orsakafléttu. Og mitt í þessu alls-
herjar sambandi hluta og fyrirbæra bregður fyrir afstæðri einangr-
un, þar sem tengsl hluta við ákveðna þætti umhverfis geta verið
tiltölulega lítil eða hverfandi. — Og allt um tengslin og samheng-
ið búa hlutirnir yfir ákveðnu sjálfstæði og sérleik og móta þannig
árangur þeirra ytri áhrifa, er þeir verða fyrir, eða eins og Marx
kvað að orði: „Eigindir hlutar eru ekki skapaðar af sambandi
hans eða afstöðu til annarra hluta, heldur birtast þær öllu held-
ur í því." (Das Kapital I. bls. 62.).
Akveðin einangrun hlutanna er einnig nauðsynlegur þáttur
eða skref í hugsun vorri og rannsókn. Vér verðum að taka
hlutina út úr, einangra þá í bili, til að greina þá og kryfja. En
þetta er aðeins áfangi í rannsókninni, greiningarstigið, „analysan"
•— vér verðum líka að athuga allt í heild og gagnkvæmum
tengslum, það er tengingin, „syntesan'.
Formrökfræðin er reist á afstæðum stöðugleika fyrirbæranna,
form og tiltöluleg einangrun láta þar að jafnaði meira til sín taka
en inntak og alhliða tengsl. Þessi atriði eru í sjálfu sér engir
ókostir, en geta orðið að hættulegum ágöllum, ef vér gleymum,
hvernig þau eru tilkomin og gerum þessi stundarsértök að al-
gildum fyrirbærum. Og ef vér beitum hugsunaraðferð formrök-
fræðinnar við fyrirbæri, sem eru flóknari en svo, að hún eigi þar
við, höfnum vér í ófrjóum formalisma, — högum oss líkt og
dómari, sem einskorðar sig við lagabókstafinn, en skeytir engu
um hinar sérstöku aðstæður málsins. Slíkur ,formalismi" gemr
leitt til þess, að vér slítum rökfræðina úr öllum tengslum við
hlutveruleikann, líkt og hughyggjumennirnir. Hún á þá ekki
lengur neinn þátt í öflun raunhæfrar þekkingar og engan sann-
leiksmælikvarða annan en innra samræmi.
Marxisminn lítur hins vegar svo á, að rökfræðin eigi sér rætur
í hlutveruleikanum, sé þaðan sprottin — og því aðeins hafi hún
gildi sem þáttur í þekkingaröflun mannsins. Lenin segir einhvers-
staðar, að reynsla manna, endurtekin milljón sinnum, verði að
lokum rökregla í vitund þeirra.
Rökfræðin er ekki eingöngu lögmál hugsunarinnar heldur