Réttur - 01.01.1955, Blaðsíða 118
118
RÉTTUR
um að breyta í fast framlag þremur tilteknum lánum að upphæð
samtals yfir 20 milj. kr. sem Byggingarsjóður og Ræktunarsjóður
höfðu fengið, voru fyrst fluttar á þinginu af einum þingmanni
Sósílistaflokksins. Þannig voru sjóðirnir losaðir við vaxtagreiðslu,
sem numið hefðu hálfri til heilli millj. árlega, og dregið úr
útlánastarfseminni að sama skapi. En upptök þessa máls reyndu
báðir núverandi stjórnarflokkar að eigna sér og nota sér til
fylgisaukningar í síðustu kosningum.
A sama þingi flutti einn af þingmönnum flokksins frumvarp
um að ríkið tæki lán í Þjóðbankanum gegn veði í jarðeignum
sínum í sveitum landsins og legði það sem framlag í stofnlána-
deildir Búnaðarbankans. Og þegar það mál var til meðferðar
í þinginu að veita Búnaðarbankanum rétt til að hafa með höndum
nokkra gjaldeyrisverzlun, þá var Sósíalistaflokkurinn eini þing-
flokkurinn ,sem því máli fylgdi heill og óskiptur gegnum báðar
deildir þingsins. Enginn af þingmönnum hans skarst úr leik.
Hinir voru allir svo klofnir um það mál, að ekki fékkst nægilegt
viðbótarfylgi við þingmannatölu Sósíalistaflokksins til að tryggja
því framgang. Hefði áreiðaniega verið öðruvísi og betur umhorfs
í lánsfjármálum landbúnaðarins núna ef hagnaður af slíkri gjald-
eyrisverzlun hefði farið til að efla stofnlánadeildirnar. Mundu
þá vafalaust aldrei hafa séð dagsins ljós hin nýju vaxtahækkunar-
lög, sem Alþingi samþykkti á síðasta þingi.
Þannig hefir starf Sósíalistaflokksins í þágu landbúnaðarins
einkennzt af tvennu. í fyrsta lagi baráttunni fyrir því, að tryggja
bændastéttinni rétt til sömu kjara fyrir sín störf í sköpun þjóðar-
auðsins og öðrum stéttum, er að öðrum framleiðslugreinum vinna.
Og jafnframt hefir þetta orðið barátta fyrir gagnkvæmum, heil-
brigðari skilningi þessara stétta á kjörum og viðhorfum hvorrar
til annarrar, sem nauðsynlegur er til að skapa heilbrigt þjóðfélag.
Hins vegar hefir það mótazt af baráttunni fyrir því að skapa
bændastéttinni möguleika til tæknilegrar uppbyggingar með ó-
dýrri, heilbrigðri lánastarfsemi, ásamt hæfilegri skipulagningu,
sem tryggði hagnýtingu fjármagnsins, svo vel sem auðið væri.
Það hefir óneitanlega unnizt mikið í þessum atriðum báðum, þótt
ennþá skorti mjög mikið á að fjármagnsþörfin sé að fullu leyst
eins og sýnt hefir verið fram á. Og þessari baráttu verður að
halda sleitulaust áfram, og mun það verða gert.
Eitt er það orðtak, sem nú gengur fjöllum hærra í pólitískum