Réttur - 01.01.1955, Blaðsíða 109
RÉTTUR
109
miðað við 20% of háa álagningu, sem samkvæmt þessu er lág-
markið. Annað dæmi skal nefnt, er sýnir þetta fljótlega.
Fyrir stuttu síðan var það upplýst einnig á Alþingi og skjalfest,
að tonn af hráolíu innflutt frá Sovétríkunum, nú eftir að við-
skiptin þangað hófust að nýju kostaði sif þ. e. komið í íslenzka
höfn 490 krónur. Þetta var samanlagt erlent innkaupsverð ásamt
flutningskostnaði þar til hafna og útskipun, flutningskostnað hing-
að, vátryggingu o. fl.
Var þá aðeins eftir að dæla olíunni í hina íslenzku geyma og
selja hana út úr þeim aftur. En á þeirri leið ásamt álagningu
hækkaði verðið um 350 krónur á tonn svo útsöluverð nam
840 kr. Hafði þá varan hækkað um meira en 70% miðað við
verð í ísl. höfn. Þegar þess er gætt, að uppskipun og afgreiðsla
þessara vara er sú allra einfaldasta sem þekkist, þ. s. krefur
sérlega lítið mannsafl, þá verður enn þá betur ljóst um hvílíka
geypi féflettingu hér er að ræða. Enda vitað mál að olíufélögin
eru með mestu gróðastofnunum þjóðfélagsins. Hins vegar eiga
hin opinberu stjórnarvöld ekki síður sinn hluta sakarinnar, þar
sem þau eru hinir raunverulegu kaupendur, en afhenda svo
olíuhringunum vörurnar í íslenzkri höfn til þess að reka sína
fjárplógsstarfsemi í sambandi við dreifinguna. En atvinnulífið
þar á meðal landbúnaðurinn má borga brúsann.
Þetta skal látið nægja um olíuna og bensínið. En til þess að
minna aðeins á fjárfestingarvörurnar, skal nefnt eitt lítið dæmi
um sementið. Eru tölurnar reiknaðar út og gefnar upp af hagstofu
íslands, og munu því ekki véfengdar verða.
Samkvæmt nýja viðskiptasamningnum sem gerður var við
Sovétríkin sumarið 1953 tókum við að flytja þaðan inn allt það
sement, sem við þurftum. Þá um haustið flutti mótorskipið
Hvassafell þaðan 2050 tonna farm.
Kostnaður á tonn varð sem hér segir:
Verð fob, (þ. e. komið í skip þar austur frá) .... kr. 208,00
Flutningskostnaður ................................. kr. 112.00
Vátrygging o.’fl................................ kr. 2,30
Verð sif. (þ. s. komið í höfn hér) ............. kr. 332,30
Útsöluverð í Reykjavík ......................... kr. 530,00