Réttur - 01.01.1955, Blaðsíða 14
14
RÉTTUR
iðjuhöldar og kaupsýslumenn Vestur-Evrópu vilja óðfúsir
rjúfa viðskiptamúrinn um sósíalistísku löndin, vegna þess
að þeirra eigin heimsmarkaður megnar ekki að fullnægja
þörfum þeirra. Á því leikur enginn efi, að sósíalistísku
löndin hafa þrátt fyrir erfiða aðstöðu dregið drjúgan spöl
á auðvaldslöndin á efnahagssviðinu undangenginn áratug.
Hagkerfi sósíalismans hefur á ótvíræðan hátt sýnt yfir-
burði yfir kapítalismann.
I öðru lagi. Vesturveldin héldu, að einokun þeirra á
atómvopnum mundi gera þeim kleift að brjóta Ráðstjórn-
arríkin á bak aftur með vopnavaldi, ef önnur ráð brygðust.
Einnig í þessu atriði reiknuðu þau skakkt. Á fyrstu árum
kalda stríðsins, meðan þau ein áttu kjarnorkusprengjuna,
dugði hún þeim þó ekki til að koma fram áformum sínum.
Hernaðarsérfræðingar þeirra komust að þeirri niðurstöðu,
að hún mundi ekki nægja til að færa vesturveldunum sig-
ur nema sterkur landher kæmi og til. Og nú eru yfirburðir
vesturveldanna á þessu sviði úr sögunni. Og ekki þar með
búið. Þau urðu einnig að þola þann álitshnekki, að Ráð-
stjórnarríkin yrðu á undan þeim að hefja hagnýtingu
kjarnorkunnar til friðarþarfa. I október 1953 sagði for-
maður kjarnorkumálanefndar Bandaríkjaþings:
Ekki getur tilfinnanlegri álitshnekkur fyrir þjóð vora en þann
ef Kreml tilkynnti, að Ráðstjórnarríkin hefðu hafið hagnýtingu
kjarnorkunnar til friðarþarfa.
Rúmum átta mánuðum síðar, (27. júní 1954) var einmitt
gefin út slík tilkynning, um að tekin væri til starfa í Ráð-
stjórnarríkjunum fyrsta kjarnorkuaflstöð í heimi.
I þriðja lagi. Vesturveldin gerðu ráð fyrir, að auðvalds-
heimurinn mundi styrkjast stjórnmálalega í kalda stríð-
inu. Byltingaröflin innan hans mundu kveðin niður í h'nni
samstilltu herferð, og yfirburðir engilsaxnesku stórveld-
anna mundu gera þeim kleift að setja niður deilur hvar
sem væri á hnettinum og skapa vaxandi pólitíska einingu
undir styrkri handleiðslu Bandaríkjanna. Jafnframt mundi
hinni pólitísku sókn beint af fullum þunga inn yfir hin