Réttur - 01.01.1955, Blaðsíða 27
RÉTTUR
27
sigur mætti vinnast. Það var mikið og vandasamt starf, sem
hvíldi á herðum verkfallsvarðanna, og öll alþýðan, þar með
taldir aðrir verkfallsmenn, stendur í mikilli þakkarskuld fyrir
hið mikla og fórnfúsa starf verkfallsvarðanna.
Það má nærri geta, að sex vikna verkfall hlýtur að leggjast
með miklum þunga á fjölda alþýðuheimila, sem úr litlu hafa
að spila. Og því aðdáunarverðari er sú þrautseigja og æðruleysi
sem hinar mörgu þúsundir verkfallsmanna, karla og kvenna,
sýndu allan verkfallstímann.
Árangur þessarar löngu og hörðu verkfallsbaráttu er nú al-
þjóð kunnur:
Kaup hækkar almennt sem nemur 10—11%.
Full vísitala greiðist nú á allt kaup.
Orlof lengist úr 15 dögum í 18 daga, eða hækkar um 1% af
kaupi.
4% af kaupi greiðast í atvinnuleysistryggingasjóð og er þar
með lagður grundvöllur að framkvæmd eins mesta hagsmuna-
og menningarmáls alþýðunnar, sem hún hefur barizt fyrir í
áratugi.
Þetta eru höfuðatriði hinna nýju samninga, en auk þeirra náð-
ust fram ýmsar lagfæringar á sérmálum einstakra félaga og
starfshópa.
Þrátt fyrir það, að hinir nýju samningar hafa ekki uppfyllt
ýtrustu vonir margra verkfallsmanna, eru þeir einn mikilvæg-
asti sigur, sem íslenzk verkalýðshreyfing hefur unnið.
1. maí fyrir þremur árum síðan var krafan um þriggja vikna
orlof fyrst á spjöldum okkar. í dag höfum við engin spjöld með
þessari kröfu.
Svo lengi höfum við borið fram kröfuna um fullkomnar at-
vinnuleysistryggingar 1. maí, að borðarnir voru farnir að láta
á sjá fyrir elli sakir. Þessa gömlu borða höfum við í dag lagt
á hilluna. Okkur hefur miðað nokkuð á leið. En baráttan heldur
áfram. Nýjar kröfur verða bornar fram og barizt fyrir þeim til
sigurs.
Einm mikilvægasti árangur verkfaílsbaráttunnar er sá, að
samtökin sjálf, sverð og skjöldur lítilmagnans, hafa eflzt í eld-