Réttur - 01.01.1955, Blaðsíða 49
RÉTTUR
49
kenndu mjög vísindi 19. aldar, samrýmast ekki hinum díalektiska
hætti hlutveruleikans, sem kemur nú æ betur á daginn. Þetta hef-
ur leitt til hugmyndafræðilegrar kreppu í vísindunum og það ein-
mitt samtímis því sem borgarastéttin hefur hneigzt æ meir til
dulýðgi og hughyggju í heimspeki sinni og opinberum áróðri.
Vísindamennirnir hafa fæstir nokkur kynni af hinni díalektisku
efnishyggju, þeirri stefnu, er helzt getur leitt til lausnar á þeim
vandkvæðum, sem um er að ræða. Þeir eru oft sjálfir aldir upp í
borgaralegri heimspeki, og hinn almenni áróður í dulýðgi- og
hughyggjuátt hefur að sjálfsögðu áhrif á þá marga hverja.
En það er einmitt hin borgaralega'heimspeki, sem leggur þeim
til ýmis undirstöðuhugtök, og þar lætur hugtakaruglingurinn,
röng samsömun frábrugðinna hugtaka ósjaldan að sér kveða. Sam-
band nauðsynjar og tilviljunar er oft rangtúlkað — og tilviljunin
talin jafngilda orsakaleysi og tölfræðileg eða statistísk lögmál
slíkt hið sama. Líkinda- eða sennileikareglur eru gerðar að alger-
lega huglægu fyrirbrigði og slitnar úr tengslum við hlutveru-
leikann. Altækt orsakasamhengi er túlkað sem vélræn nauð-
hyggja í stíl við Laplace og efnishyggjan oftast talin jafngilda
vélrænni efnishyggju. Er ekki að furða, þótt mörgum verði tor-
ratað, þegar svo er í pottinn búið.
Þess er og að gæta, að hughyggjan á sér þekkingarfræðilegar
rætur. Þekkingaröflun mannkynsins er slungin mörgum þáttum,
endurspeglun hlutveruleikans flókin og margbrotin. Ef einstakir
þættir hennar eða áfangar eru slitnir úr tengslum, einangraðir og
ýktir, liggur leiðin út á torleiði hughyggjunnar. — Hættan á
rangri samsömun eða haldlitlum alhæfingum liggur þá oft við
borð, en þó er það ekki sízt sértekningin (abstraktiónin), sem
mörgum hefur orðið þar að fótakefli. Flestir kannast við Pýþa-
góras hinn gríska og lærisveina hans, sem kalla má að verið
hafi að ýmsu leyti frumkvöðlar nútímavísinda, með því að þeir
tóku fyrstir að rannsaka hlutina að ráði frá sjónarmiði megindar,
eða stærðar og tölu. Þeir komust að þeirri niðurstöðu, að stærðar-
og töluhlutföll skiptu meginmáli fyrir aðrar eigindir hlutanna,
en höfnuðu svo að lokum í talna-dulfræði. Talan eða tölugildið
varð hinn hinzti og sanni veruleiki. Megindin (eða stærð og tala),