Réttur - 01.01.1955, Blaðsíða 125
RETTUR
125
andi mönnumi Höfundur gerir
sér far um að útlista rökfræðina
á marxiska vísu. Hann lítur ekki
á hana sem einhvert samsafn af
leikreglum, heldur frá þekk-
ingarfræðilegu sjónarmiði marx-
ismans. Þetta er allmikið rit, rúm-
ar 400 bls. og hin þarflegasta
lesning.
Roger Garaudy: La theorie
materialiste de la connais-
sance (Þekkingarfræði efn-
ishyggjunnar). (Presses
universitaires de France
1953).
Roger Garaudy er alkunnur
franskur marxisti og hefur skrif-
að fjölmargt, bæði skáldsögur og
fræðirit. Hefur sumra bóka hans
verið getið áður hér í þessum
þáttum. Bók sú, er hér um ræðir,
er doktors-ritgerð hans við Sor-
bonne-háskóla og fjallar svo sem
fyrr segir um kenningu efnis-
hyggjunnar, og þá einkum hinnar
díalektisku efnishyggju, á sviði
þekkingarfræðinnar. Þetta er
mjög ýtarlegt rit, hátt á 4. hundr-
að bls. Höfundur byrjar á því að
útlista undirstöðusjónarmið efn-
ishyggju og hughyggju og hvert
þau leiði. Síðan rekur hann í stór-
um' dráttum niðurstöður vísind-
anna um þróun efnisins og upp-
komu lífs og vitundar — og tefl-
ir jafnan sjónarmiðum efnis-
hyggju og hughyggju hvoru gegn
öðru. Hann fjallar um þróun and-
ans, allt frá frumstæðustu skynj-
un til mannlegrar vitundar, og
leitast við að skilgreina þátt
skynjana, hugsunar og starfs í
þekkingaröflum mannsins. Höf-
undur kemur mjög víða við og
víkur m.a. að hinum margvísleg-
ustu staðreyndum og kenningum
í eðlis- og lífeðlisfræði. Er þetta
ein sú bezt gerða og fróðlegasta
bók, sem undirritaður hefur lesið
um þessi efni.
1955 kom út annað viðamikið
rit, La Liberté (frelsið), Editions-
sociales, Paris, eftir þennan sama
höfund. Það er líka doktorsrit-
gerð, og varði höfundur hana við
Moskvu-háskóla. Maurice Thorez,
formaður franska kommúnista-
flokksins hefur ritað formála að
bókinni í bók þessari, sem er
rúmar 450 bls., rekur höfundur
hinar margvíslegu kenningar
heimspekinnar um samband
nauðsynjar og frelsis. Við kynn-
umst þarna viðhorfum hinna
fornu Egypta, Babílóníumanna,
Kínverja og Indverja sem og
Grikkja. Það er rætt um kenningu
Tómasar frá Aqvino í þessu efni
— sem og aðstæður og viðhorf
fulltrúa borgarastéttarinnar
(Hobbes, Locke, Dekartes, Spin-
oza, Kant, Fichte og Hegel). En
aðalviðfangsefnið er þó skilning-
ur og lausn marxismans á þessu
vandamáli. Bókin er rituð af
mikilli skerpu og kunnáttu og hin
girnilegasta til fróðleiks.
Georges Politzer, Guy
Eesse & Maurice Caveling:
Principes fondamentaux de
Philosophie (undirstöðu-
kenningar heimspekinnar).
Editions sociales, Paris ’54.
Einhvern tíma mun í þessum
dálkum hafa verið minnzt á G.
Politzer, hinn kunna franska
marxista, er nazistarnir tóku af
lífi á stríðsárunum, sem og rit
hans „Principes elementaires de
Philosophie“, en rit það, sem að
ofan greinir, er einskonar ný út-
gáfa af þeirri bók, að vísu stór-