Réttur - 01.01.1955, Blaðsíða 26
26
RÉTTUR
ir menn hafa marga hildi háð við verkalýðssamtökin, en vilja
þrátt fyrir það hafa í heiðri hefðbundnar leikreglur.
Allan verkfallstímann var stefna ofstækismannanna ráðandi.
En hvað olli því þá, að áætlun þeirra tókst ekki og að það var
verklýðshreyfingin, sem kom með sigurinn af hólminum en ekki
þeir?
Það var í fáum orðum sagt hin einstæða samheldni og ein-
hugur allra verkfallsmanna, sem einkenndi þessa baráttu frá
fyrsta degi til hins síðasta, ásamt hinu sterka almenningsáliti,
er algjörlega var á bandi verkfallsmanna.
Það var hin órjúfanlega eining verkfallsmanna og hlýhugur
alls almennings í garð þeirra, sem braut á bak aftur allar fyrir-
ætlanir yfirstéttarinnar.
Það er ekki ofmælt, að sjaldan eða aldrei hafi verkalýðurinn
verið samhentari, staðið sameinaðri í hagsmunabaráttunni en
núna í þessari kaupgjaldsbaráttu. Allar ákvarðanir um samn-
ingsuppsagnir og kröfugerð voru gerðar einróma. Samstaða fé-
laganna fyrir verkfallið og í verkfallinu var algjör. Allar ákvarð-
anir teknar ágreiningslaust. Aldrei kom til neinnar misklíðar í
afstöðunni til hinna margbrotnu vandamála, sem taka varð
afstöðu til í þessu umfangsmikla og langa verkfalli. Allar til-
raunir andstæðinganna til að tvístra röðum verkfallsmanna
mistókust gjörsamlega. Reynt var að telja mönnum trú um, að
verkfallið væri pólitískt fyrirtæki ákveðins stjórnmálaflokks og
á þann hátt átti að tvístra verkfallsmönnum eftir stjórnmála-
skoðunum. Þessi tilraun strandaði á þeim einföldu sannindum,
að það var jafn mikilvægt fyrir verkamanninn, hverrar póli-
tískrar skoðunar sem hann var, að bæta kjör sín. Reynt var með
sterkum áróðri að fleyga í milli faglærðra og ófaglærðra í
þessari deilu. Einnig það mistókst. Faglært og ófaglært verkafólk
stóð hlið við hlið allt verkfallið.
Aldrei hafa fleiri einstaklingar úr verkalýðsfélögunum tekið
virkan þátt í verkfallsstarfinu. Hundruðum saman tóku þeir
þátt í verkfallsvörzlunni á nótt sem degi. Sérstaklega athyglis-
vert er, hve margir ungir menn úr verkalýðsfélögunum gerðust
hér virkir þátttakendur og lögðu á sig mikið erfiði til þess að